Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1968, Side 28

Freyr - 01.06.1968, Side 28
LandbúnaSarráðherra í ræðustól við setningu Búnaðarþings, forseti íslands Iengst t. h. BÚNAÐARÞING 1968 HiO 50. I pööinni Búnaðarþing er haldið árlega hin síðari ár. Hraði tímans og atburðarásin er svo ör, að ekki veitir af að ráða málum til lykta og móta ný viðhorf miklu fljótar og til skemmri tíma en fyrrum. Búnaðarþing ársins 1968 kom saman þann þann 19. febrúar s. 1. Formaður Bún- aðarfélags íslands setti þingið og stýrði því. Viðstaddir setningu voru forseti íslands og landbúnaðarráðherra, og flutti hinn síðar- nefndi ræðu við setningu þingsins. Margir gestir voru viðstaddir. Rétt kjörnir fulltrúar til þingsetu eru 25. Jafnmargir varamenn eru kjörnir af búnaðarsamböndum landsins; Mættu á þinginu allir aðalmenn, en einn veiktist meðan á þinghaldi stóð og kom þá vara- maður til fundasetu, en hann var Ölvir Karlsson, Þjórsártúni, í sæti Jóns Egils- sonar, Selalæk. Freyr hefur stundum flutt allítarlegar fréttir af Búnaðarþingi, en nú er horfið að því ráði að birta þingtíðindin 1 Búnaðar- ritinu. Er því ástæðulaust að Freyr flytji langt mál um þessa samkomu bændanna. Skal því hér aðeins stiklað á fáum atriðum frá störfum Búnaðarþings. Á þinginu komu 53 mál til meðferðar. Þannig er háttað verkefnum Búnaðar- þings, að þau eru send úr ýmsum áttum. Fyrst'og fremst eru þar mál, sem stjórnin ber fram. Sum þeirra eru færð á vettvang 252 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.