Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1968, Síða 30

Freyr - 01.06.1968, Síða 30
Stjórn Búnaðarfélags íslands og starfsmenn Búnaðarþings í bókasafni forseta íslands á Bessastöðum. Við hægri hlið forsetans eru: Þorsteinn Sigurðsson, Halldór Pálsson Sveinn Jónsson, Ásgeir L. Jónsson. Við vinstri hlið forsetans: Pétur Ottesen, Ásgeir Bjarnason, Benedikt Grímsson, Ragnar Ásgeirsson. að ósk einhvers eða einhverra aðilja. Önn- ur eru undirbúin fyrir beina tilstilli stjórn- arinnar eða af henni unnin. Ennfremur koma verkefnin frá búnaðar- samböndunum eða sérfræðingum búnaðar- samtakanna og enn önnur frá Alþingi. Þar sem málum er stefnt til þingsins úr svo mörgum áttum er eðlilegt, að ýmiss þeirra séu um sama efni eða skyld og önnur því nær eða alveg samhljóða. Eðlilegt væri að málin kæmu til þingsins fyrr en á síðustu stundu svo að samhæfa mætti þau áður en þinghald hefst. Svo er þó ekki og þannig verður málaskráin löng, en hinsvegar taka einstakar nefndir skyld mál til meðferðar, tvö eða fleiri í senn, eftir því sem efni standa til. Meðal mála þeirra, sem mikilsverðust má telja, voru þessi: Þrír fyrirlestrar voru fluttir: 254 Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri gerði grein fyrir starfsemi Búnaðarfélags íslands á árinu 1967. Kjartan Jóhannsson, verkfræðingur, talaði um hagkvæma stefnu í kjarnfóður- vinnslu. Fjallaði erindi hans um niðurstöð- ur rannsókna, sem hann hefur gert á vegum kj arnfóðurnefndar. Gísli Kristjánsson, ritstjóri, talaði um meðferð og notkun kraftfóðurs. Voru efni allra þessara erinda til um- ræðu á málaskrá þingsins. Búnaðarfélagið og Stéttarsamband bænda hafa haft starfandi nefnd til þess að kanna ný viðhorf í innflutnings — og fóð- urvinnslumálum og jafnframt komu fram á þinginu óskir um náskyld efni, svo sem athafnir í öryggis skyni fyrir ísahættusvæði. Þá voru einnig til meðferðar hin eiginlegu og lögfestu forðagæzlumál, sem nú eru all F R E r R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.