Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1968, Blaðsíða 31

Freyr - 01.06.1968, Blaðsíða 31
Guðmundur í Ási ræðir við frú Björgu Ásgeirsdóttur en Jónas Jónsson, ráðunautur, hlýðir með „andagt“ á ræðu Ingimundar á Hæli. fv. hátt á baugi meðal almennings, vegna hins óvenjulega erfiða árferðis, sem ríkt hefur í vissum landshlutum ár eftir ár. Ennfremur sendi Alþingi Búnaðarþingi, til umsagnar og álits, frumvarp til laga um eftirlit með fóðurvöru. Oll þessi mál voru rætt í nefndum og á sameiginlegum þingfundum og má víst fullyrða, að engin efni voru að þessu sinni tímafrekari á mála-skránni. Varðandi þessi og önnur mál voru sam- þykktir gerðar: 1. Um að herða á eftirliti með forðagæzlu og krefjast þess, að félagsskapur bænda bindi fastari fyrirmælum hversu mikið fóður skuli í minnsta lag'i ætla bústofni hverrar sveitar og þau ákvæði og fyr- irmæli skuli könnuð og staðfest strax á haustin. Ennfremur að á þessu ári verði efnt til fundahalda snemma hausts til þess að framfylgja þessu við- horfi. 2. Þá var samþykkt að kanna öll viðhorf er að því mega miða, að hafa birgða- stöðvar í landinu, einkum á þeim svæð- um sem geta einangrast vegna siglinga. teppu. Var í því efni samþykkt, að vinna að því, að hafa birgðastöðvar fyr- ir kjarnfóður, og í því sambandi verði kraftfóður-vinnslustöðvar reistar á að minnsta kosti tveim stöðum á landinu og að því verði unnið, að allt erlent fóður verði flutt til landsins í búlk og kannaðir verði möguleikar á að dreifa þeirri vöru um sveitirnar á sama hátt. 3. Þá var og rætt um viðhorf til þess að reisa hér verksmiðjur, er framleiði heyköggla, er hafa mætti sem forðabúr. 4. Kölin, grasleysið undanfarin ár og á- burðarnotkun, voru mjög til umræðu og samþykktir voru gerðar, um að kalla á fjármagn og framkvæmdir, er miða skuli að því að skapa meira öryggi F R E Y R 255

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.