Freyr - 01.06.1968, Page 44
menn að rækta útsæði í svölu og næðinga-
sömu loftslagi, þar sem lítið er um blaðlýs.
En á hlýjum stöðum, þar sem mikið er af
blaðlúsum, úrœttast kartöflumar á fáum
árum og hætta að gefa viðunandi uppskeru.
Á íslandi erum við blessunarlega lausir
við blaðlýs í kartöflugörðum og ber því
ekki á blaðvefjuveiki hér. En talsvert er
af blaðlúsum í gróðurhúsum og ætti ekki
að rækta kartöflur í grennd við þau — og
varast að láta útsæði spíra þar inni. Blað-
lýs eru og algengar í trjágróðri, en virðast
sjaldan leita þaðan á kartöflugrös, enda
er oftast úðað til varnar.
Vírussjúkar jurtir geta hæglega smitað
við snertingu, eins og fyrr var minnzt á í
sambandi við verkfæri og klippingu. Ekki
þarf heldur annað en að t. d. kartöflugrös
sláist saman í stormi. Við það særast jurt-
irnar og ekki þarf nema örlítið sár til að
auðvelda smitun. Tiglaveiki, sem hér er
algeng, a. m.k. í Gullauga-kartöflum, getur
borizt með útsæði, verkfærum og milli
jurta sem slást saman í stormi. (En blað-
lýs bera hana ekki á milli svo vitað sé. A.
m. k. þarf ekki blaðlýs til).
Komið hefur í ljós hin síðari ár, að sum-
ir þráðormar (Nematoda) í jörð geta út-
breitt vírussjúkdóma. Þeir lifa á eða í rót-
um, (sbr. kartöflu hnúðorminn) og geta
smitað þær. Smitefnið berst svo með saf-
anum um alla jurtina. „Jarðsmitun“ er
kannski all algeng í raun og veru.
Sumir vírussjúkdómar ásækja aðeins
eina jurtategund. En hins eru líka mörg
dæmi, að sami sjúkdómur leggist á marg-
ar tegundir jurta. Sjúkdómseinkennin
geta verið breytileg. — Oft er skaðinn og
vaxtarrírnunin mest, ef fleiri en ein vírus-
tegund þjáir sömu jurtina. En þess eru
mörg dæmi, t. d. í kartöflum.
Einkenni vírussjúkcLóma geta verið mis-
jafnlega glögg, eftir ýmsum skilyrðum og
jafnvel árstíðum. Erlendis eru t. d. pelar-
góniur oft hafðar úti á sumrin og geta
verið smitaðar þótt einkenni komi ekki í
Ijós fyrr en inni í gróðurhúsi að vetrinum.
Mikill köfnunarefnisáburður getur slævt
sum einkenni. Önnur koma bezt í ljós í
hita og fremur þurru veðri o. s. frv. Utlits-
heilbrigðar jurtir geta verið smitberar. Það
hefur sannast, ef safi þeirra er settur í aðr-
ar jurtir sem eru næmar fyrir kvillanum.
Uppskerurýrnun
Hér á landi gera vírussjúkdómar verulegan
skaða, einkum í kartöflum og ýmsum gróð-
urhúsajurtum. Er mörgum sjúkdómanna og
vörnum gegn þeim lýst í bókinni Gróður-
sjúkdómar, sem Atvinnudeild Háskólans
(nú Rannsóknastofnun landbúnaðarins)
gaf út árið 1962.
Einstaka vírussjúk jurtategund er rækt-
uð til skrauts einmitt vegna sjúkdómsins,
það er vegna vírusblettanna á blöðunum,
sem gera jurtina sérkennilega. Svo er um
sumar stofujurtir og garðjurtir með
mislit blöð, einkum gulflekkótt.
Vírussjúkdómar eru flokkaðir og gefin
nöfn, aðallega á tvo mismunandi vegu,
það er eftir ytri einkennum (dæmi ráka-
veiki, tiglaveiki) og á hinn bóginn eftir því
í hvaða jurtategund veikin fannst fyrst. Sá
vírussjúkdómur sem sannaðist, að orsakar
flekki á blöðum tóbaksjurtar, kallast
Nicotianavírus I. og II. o. s. frv. Og sumir
af tóbaksvírusunum eru hættulegri öðrum
jurtategundum en tóbaksjurtinni. í kart-
öflum geta verið ýmsar vírustegundir, t. d.
X, (tiglaveiki), y, ofl.
Varnir gegn vírussjúkdómum eru fyrst
og fremst heilbrigt útsæði, heilbrigðar ung-
jurtir og eyðing blaðlúsa. Ein aðferðin til
að losna við vírussjúkdóma er sú að rækta
ungjurtirnar við sérstakan hita 34—40° og
100° loftraka, en til þess þarf sérstök gróð-
urhús.
268
FIEYR