Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1968, Síða 45

Freyr - 01.06.1968, Síða 45
. : ........ ' .........■ ............."ÍN Bréi til mjólkuríramleiðenda um notkun fúkalyfja Allt frá því að penicillínið uppgötvaðist, í seinni heimstyrjöld- inni, hefir fjöldi skyldra lyfja komið á markaðinn og gjörbreytt aðstöðu læknavísindanna í baráttunni við skæða smitsjúkdóma. Ekki er vafi á, að notkun fúkalyfja hefir stórbœtt heilsufar búpenings og við íblöndun þeirrra í fóður aukið arðsemi landbúnaðarins. Aukin notkun þeirra hefir, aftur á móti, skapað alvarleg vandamál fyrir mjólkuriðnaðinn og neytendur mjólkur. Þegar fúkalyf eru notuð gegn júgurbólgu finnst oft í nokkurn tíma á eftir mœlanlegt magn þeirra í mjólkinni, nægilega mikið til þess að hindra eðlilegan vöxt mjólkursýrugerla, en það getur leitt til örðugleika við gerð osta, sýrðrar mjólkur, skyrs og getur einnig spillt eðlilegu bragði smjörs: Mjög litið magn af penicillíni í mjólk getur einnig leitt til ofnæmis neytenda hennar, það lýsir sér sem lost, er jafnvel getur leitt til dauða. Mikið mjólkurmagn þarf til þess að þynna fúkalyf í mjólk svo mikið, að fúkalyfsmagnið verki ekki truflandi á vöxt mjólkursýrugerla, enda Ijóst þar, sem penicillín í styrkleika 0,05 einingar í ml.mjólkur truflar eðlilegan vöxt þeirra. Mjólk úr einum spena með fúkalyfi í getur hindrað vöxt mjólkursýrugerla í 1000 lítrum af mjólk, ef slík mjólk vœri send í mjólkurbú fyrstu 2 daga eftir aðgerð. Einu gildir hvort fúkalyf er notað til inngjafar, sett í leg, dælt í hold eða sett í júgur, lyfið berst með blóðinu í júgrið og þaðan í mjólkina. Því gildir óhjákvæmilega: 1. Ef fúkalyf er notað til inngjafar, sett í leg eða dælt í hold, þá er öll mjólk kýrinnar blönduð lyfinu. 2. Ef fúkalyf er sett í júgur finnst það í miklu magni í mjólk þess júgur- hluta og einnig stundum í mælanlegu magni i öðrum júgurhlutum. Á hverri öskju með fúkalyfi til notkunar við júgurbólgu skal álímdur miði með aðvörun um að blanda ekki mjólk úr júgurhluta, sem er undir aðgerð, í sölumjólk fyrr en í fyrsta lagi 4 sólarhringum eftir að aðgerð lýkur. í reglugerð um mjólk og mjólkurvörur stendur i 7. gr. 4. málsgr.: Óheim- ilt er að selja eða bjóða til söhi mjólk úr kúm, sem við eru notuð lyf, sem barizt geta í mjólkina og spillt henni. Að gefnum tilefnum hefir Mjólkursamsalan neyðzt til þess að hefja eftir- lit með fúkalyfjum í mjólk og þar, sem þau finnast í innvigtaðri mjólk, verður sú mjólk tafarlaust endursend. Mjólkursamsalan vill hér með vekja athygli mjólkurframleiðenda á þessum alvarlegu málum og skírskota til ábyrgðar og þegnskapar allra, sem mjólk selja, að virða sett ákvæði í þessum efnum. M J ÓLKURS AMSAL AN F R E Y R 269

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.