Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1968, Blaðsíða 46

Freyr - 01.06.1968, Blaðsíða 46
TILRAUNIR MEÐ HRAÐÞURRKAÐ GRAS Árið 1940 kom út í Sviþjóð bók um KONSTTORKNING AV GRÖNT FODER eftir Osvald — Laudon och Axelson. Fjallaði hún um yfirgripsmiklar athuganir viðvíkj- andi hraðburrkun og samanburð á ýmsiun þurrkunarkerfum, sem þá voru í notkun, aðallega í Englandi. Síðan hafa Svíar lítt sinnt þessum mál- um og útbreiðsla hraðþurrkunar er þar svo til engin. Svíar eru auðug þjóð og verja miklu fé til rannsókna og tilrauna. Nú er m. a. verið að reisa hraðþurrkunarstöð og kerfa allan búnað viðvíkjandi rekstri hennar til rann- sóknar og tilrauna á sviði hraðþmrkunar og nýtingu hraðþurrkaðrar vöru, fyrst og fremst til fóðurs. Umræddri stöð, sem byggð er og reka skal á vegum tilrauna hins opinbera, er ætlað að leysa úr mörgum gátum viðvíkj- andi hraðþurrkaðri vöru. Þær spurningar, sem þarna skal leita að svörum við, verða meðal annars: 1. Hve gróft skal efnið á heykögglum vera svo að það verki ekki til lækkunar í fitu- magni mjólkurinnar? 2. Hve löng skidu stráin vera í kögglunum svo að ekki myndist sár eða bris í melt- ingarfærum skepna, er éta þá? 3. Hve mikið má gefa af heykögglum svo að ekki verði vart meltingartruflana eða vaxtartruflana hjá ungviði? 4. Hvaða stærð þurrkunarstöðva er heppi- legust? 5. Hvernig á að skipideggja þurrkunar- stöðvar og starfsemi þeirra? 6. Er hagfræðdega rétt að nota hraðþurrk- un fremur en aðrar aðferðir við verkun grass til vetrarfóðurs? 7. Tæknileg atriði og þurrkunarskdyrði fyrir ýmsar tegundir jarðargróðurs. 1 þessu sambandi verða og gerðar tilraun- ir með mjólkandi kýr, með vaxandi geld- neyti, og sitthvað fleira. Tilraunastöð þessi, með tilheyrandi kerf- uðum vélakosti, krefst í stofnkostnað jafn- virði um 11 millióna íslenzkra króna. Svíar gera sér vonir imi, að það spari verulega vinnu við fóðrun kúnna, ef hægt verður að nota heyköggla sem einasta gróf- fóður, því að þá má nota færibandsflutning úr hlöðu í fjós og hraðþurrkað og kögglað hey krefst miklu minna rýmis en venjulegt hey í hlöðu. Hins vegar er fyrirfram vitað, að fram- leiðsla mjöls af heyi kemur ekki til greina þegar fóðra skal jórturdýr því að með mölun er fóðurgUdi rýrt að mun og fleiri anmarkar fylgja, jafnvel þótt það sé vögglað. HEYKÖGGLAR Á SKÁNI Freyr hefur sagt frá því, að Svíar hafi áhuga á að komast að raun mn hagkvæmni í því að hraðþurrka gróffóður og köggla svo að hægt sé að sjálffóðra nautpening að mestu. Um þetta mál hefur staðið talsverður gust- ur var í landi að undanförnu. Nú skeði það m. a. á síðasta srnnri, að sykurverksmiðjur á Skáni réðuzt í fram- kvæmdir við grasþurrkun, það er svo auðvelt þegar lokið er sykurvinnslu fyrra árs og nýt- ing verksmiðjanna getur aukizt talsvert við að nota þær tU grasþurrkunar einnig. Þannig var að farið á tveimur verksmiðjum og var þurrkað gras af 1300 hekturum lands, slegið einu sinni og samtals safnað 23.000 270 •F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.