Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1968, Side 47

Freyr - 01.06.1968, Side 47
FOSFATNÁMUR Við miðbaug jarðar, í Kyrrahafi, skammt frá Ástral- íu, byggja um 3000 manns eyju eina, sem Nárú heitir og er sjálfstæð þjóð. Nárú er meðal auðugustu ríkja heims. Þjóðartekj- ur nema rúmum 1800 dollurum á hvert mannsbarn árlega. Þannig er ríkið áttunda auðugasta land ver- aldar, auðugra en Iöndin, sem fóru þar með gæzlu- vernd og auðugra en Norðurlönd, að Svíþjóð einni frátalinni. lestum grænfóðurs með 22% þurrefnis. Þetta var blanda af grasi og smára. Slegið var með sjálfakandi New Holland vél og safnað 15 Iestum á klukkustund upp í vagn, er síðan var ekið á bifreið til verksmiðjanna. Þurrkun in stóð yfir frá 22. maí til 10. september. — Blandað var í grænfóðrið 15% melassa. Þurrkað var við 400—500 stiga hita við inntak en 120 stiga við útrás. I fullþurrk- aðri vöru var 10% vatn svo að geymsla er auðveld. Pressað var í köggla 3 sm að þver- máli. Sænska málgagnið „Vár Náring“ segir, að af þeim 6500 Iestum, sem framleiddar voru af kögglum, hafi um það bil helmingur farið til þeirra 80 bænda, sem skuldbundu sig til að afhenda grængresið og taka full- unna vöru fyrir. Siunt af framleiðslunni er notað handa ungviði og talsvert magn handa sporthestum. Þess er getið, að bæði kostir og gallar fylgi kögglim hraðþurrkaðs grass en ekki leiki vafi á, að sykurverksmiðjumar hafi góða aðstöðu til þess að nýta dauðan tíma sinn í þessu skyni og svo geta þær notað úrgangsefnið frá sykurvinnslunni þ. e. mel- assa til íblöndunar. Orsök velmegunarinnar er fosfat. Fundizt hefur mikið magn af efnismiklu fosfati á eynni, en þaS er eftirsótt til áburðar. Vinnsluna annast fyrirtæki, sem er i eigu þriggja þjóða, er höfðu á hendi gæzlu- vernd og nefnist „British Phosphate Commission". Nú hafa verið gerðir samningar um, að fosfat-fyr- irtækið skuli verða eign Nárú-búa sjálfra. Reiknað er með að fosfat-Iögin, sem eftir eru, endist í 25 ár ár með sama vinnslumagni og nú, 2 milljónum tonna árlega. Haldist hlutfallið milli verðlags á fosfati og framieiðslukostnaðar óbreytt og spari Nárú-búar framvegis jafnmikið af tekjunum og þeir gera nú, er gert ráð fyrir að sparnaðurinn muni nema 400 milljónum dollara daginn sem vinnslan hættir. Efnahagslega séð virðist framtíðin því ekki vera sérlega kvíðvænleg fyrir Nárú-búa. En vitanlega er verið að leita að nýjum tekjustofnum. Meðal annars hefur verið um það rætt, að taka upp siglingar. Hins vegar hefur ekki enn verið rætt um skilyrði til landbúnaðar á eynni. Við fosfat-vinnsluna hafa stór flæmi af yfirborði Nárú-eyjar verið grafin upp. Talað hefur verið um fjóra fimmtu hluta af yfirborði eyjarinnar. Nárú- búar hafa krafizt þess að Ástralía, Nýja-Sjáland og Bretland, kosti bætur á jarðvegstjóninu, en sam- komulag hefur ekki náðst um það. HUNGRIÐ í HEIMINUM Örlagavandamál mannkynsins þessa stundina, kungrið í heiminum, er tekið til meðferðar í nýju tímariti sem hóf göngu sína með nýja árinu. Ritið nefnist „FAO Review“ og er gefið út af Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Auk frétta um starfsemi FAO mun tímaritið birta greinar undir fullu nafni eftir þekkta höfunda. Með- al þeirra, sem skrifa í fyrsta heftið, eru Orville Free- man, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna. FAO Review kemur út annan hvern mánuð og kostar jafnvirði $2,50 (í lausasölu 50 cent). Hægt er að panta ritið hjá bóksölum eða beint frá umboðs- manninum í Kaupmannahöfn, Ejnar Munksgaards Boghandel, Nörregade 6, Köbenhavn K. F R E Y R 271

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.