Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1968, Blaðsíða 48

Freyr - 01.06.1968, Blaðsíða 48
A/O^Ar Finnsk metkýr Finnsk Ayrshire-kýr heitir Raita. Hún er 15 ára og sögð yngsta kýrin, sem skilað hefur meira en 5.000 kg af smjörfitu um ævina. í lok ágústmánað- ar hafði hún skilað eiganda sínum 100.000 kg af mjólk, samtals fimm finnskar kýr hafa náð því að skila 5 lestum af smjörfitu, hún er sú sjötta. Raita bar í fyrsta skipti 25 mánaða gömul og hefur nú eignazt 13 kálfa, eða með öðrum orðum borið reglu- lega ár hvert. Sjö synir hennar eru staðsettir á sæð- ingastöðvum. Fóðurþörf Norska tímaritið Buskap og avdrátt greinir frá þvi, að í Ameríku telji búfjárræktarmenn, að þeg- ar dagsnyt kúa sé 20 kg og mjólkin með 4% fitu þá þurfi 0,39 FE til þess að framleiða hvert kg. en sé dagsnytin yfir 35 kg á dag sé fóðurþörfin 0,53 á hvert kg. Blaðið bætir því við, að pró- fessor Breirem telji þessar tölur vafasamar af því að þær séu varla nógu vel grundvallaðar. Norskar tilraunir hafa sýnt og sannað, að þar borgar sig ekki að offra meiru 0,4 FE fyrir hvert kg mjólkur og því ráðlegt að halda sig framvegis við venjulegan fóð- urstyrkleika. Hreindýravanhöld Hér á landi tjá bændur, að hreindýrin gangi mjög nærri högum þar sem þau koma í byggð að vetr- inum, en hreindýrin hafa haldið sig meira í byggð nú en gerzt hefur fyrr á tímum. Telja sumir að stofninn hljóti að hafa aukizt nokkuð, þessvegna leiti hann meira til byggða en fyrr. Ekki veit FREYR hvort svo muni vera, en hitt er talið víst, að vanhöld hafa nokkur verið í stofn- inum, þess vegna hafi heimild til hreindýraveiða verið takmörkuð. Vanhöld koma auðvitað fyrir í hreindýrastofninum hér á landi eins og annars staðar. í hreindýrarækt Samanna eru stundum mjög tilfinnanleg vanhöld. Félagsblað bændanna í Sviþjóð segir t. d. frá því nú í janúar, að á síðasta ári hafi vanhöld í hrein- dýrastofni sænskra Sama skipt milljónum sænskra króna. Þar er tilgreint, að aðeins 80% af kúnum hafi verið með kálfi síðasta sumar, að 80 af hundraði dýra á fyrsta ár hafi farist og 30 af hundraði árs- gamalla en 10% þeirra er eldri voru. Ástæðumar til þessara miklu affalla eru taldar: kvillar, slys, rándýr og svo lélegir hagar, sem gera það að verk- um, að mótstöðuaflið gegn kvillum er lítið. Svo segir þar, að Samarnir þurfi nauðsynlega að bæta meðferð dýranna og umhyggju fyrir þeim á ýmsa vegu þurfi að efla. Er þar því óbeint sagt, að menn- ingarbúskap í hreindýrarækt þurfi að efla. Að eldast — Konur eldast fyrr en karlmenn. Margir fertugir karlmenn líta út eins og þeir væru þrítugir. — Rétt er það, en þá má um leið minnast þess, að flestar þrítugar konur eru fertugar að aldri. Forsíða þessa heftis FREYs er af erlendri kornbirgða- stöð með tilheyrandi myllu og blöndunarstöð. Sílo, eins og þetta, vantar okkur og viðeigandi verksmiðjurekstur til kornmölunar, er inn væri flutt í búlk og svo blöndunarbúnað, og mundi nægja okkur fyrst í stað tvær svona byggingar og samstæður, önnur sunnan lands og hin norðan. Frá þeim mætti svo aka fóðri í búlkbílum á sumrin og haustin til dreifingar- stöðva í hinum ýmsu héruðum, nákvæmlega eins og að er farið við olíudreifingu. Flutningar til Iandsins, á ómöluðu korni. kosta hreina smá- muni, þegar flutt er í hæfilega stórum silóskip- um og þar að auki geymist kornið langtum bet- ur ómalað en sem mjöl, unz það er tekið til vinnslu í fóðurverksmiðju. Fiskimjölið, karfamjölið, síldarmjölið og hval- mjölið, sem við framleiðum, er afbragðs vara ef unnin er eins og vera ber, og það er molbúahátt- ur að fara að eins og við gerum nú að flytja það fyrst til útlanda og kaupa svo það, eða lakari próteinvöru, til landsins aftur í blöndum. SUkt er f jarri hagfræðilegum og hagrænum athöfnum. Ýmsir spyrja: Hví ckki margar myllur og blöndunarstöðvar með tilheyrandi sílóum. Því er til að svara, að þannig yrði stofnkostnaður óhæfilega mikill og óhæfilegt álag kæmi á vör- una vegna þunga fjármagnsins. Ætti olíudreif- ingarfyrirkomulagið að vera okkur þar víti til varnaðar, en þar byggja tvö eða fleiri félög geyma á sömu stöðum, og allt dreifingarkerfið er þar að minnsta kosti þrefalt. Bændur vantar vel kerfað kraftfóðurskipulag, m. a. til þess að eiga birgðastöðvar um leið. Ekki er þeirra síður þörf, það kennir hafísinn okkur. 272 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.