Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 20
Sem dæmi um það, sem hér er greint,
má nefna Norður-Noreg. Það er langt frá
Þrándheimi norður í Troms, eða að
minnsta kosti 1000 km. En marg endur-
teknir úttreikningar sýndu og sönnuðu, að
hagkvæmara var að hafa eina fóður-
vinnslustöð í Þrándheimi og nota svo nú-
tíma aðferðir við flutning vörunnar um
langvegu, en að hafa blöndunarstöðvar
bæði í Troms og Þrándheimi. Bændur í
Troms voru áður búnir að skipta við sam-
vinnufélögin alla leið suður í Larvík og
þótti borga sig, en hagkvæmara hlaut þó
að vera að skipta við Þrándheim og spara
svo sem 3—400 km siglingaleið með vör-
una á þann hátt.
Fóðurvinnsluverksmiðja skiptist í stór-
um dráttum i fernt, sem sé:
Síló fyrir hrávörur
Vinnsluvélar og tilheyrandi húsrými
Geymslu fyrir unna vöru
Afgreiðslurými.
Hr ávörugeymsl ur
Hráefni til fóðurvinnslu eru í fyrsta lagi
kornvörur, í öðru lagi próteinvörur, í
þriðja lagi steinefni og svo bætiefni af
ýmsu tagi.
Lang umfangsmesta hráefnið er kornið,
um 80% af fullunninni vöru eða jafnvel
meira, en það fer nokkuð eftir hvaða teg-
undir próteins eru notaðar í fóðurblönd-
300
F R E Y R