Freyr - 01.07.1971, Qupperneq 21
urnar og svo hvaða tegundir gróffóðurs
notaðar eru handa jórturdýrum í búum
bænda, og hver eru gæði þess.
Miðað við öll eðlileg flutningaskilyrði
kornvöru og kostnað við flutninga, er eðli-
legt og sjálfsagt, að fóðurverksmiðjur
standi við höfn, þar sem aðdýpi við liafn-
arbakka er svo mikið, að stór, haígeng skip
geti lagzt að bakka. Verulegur — og' stund-
um mestur — hluti kornvörunnar, sem
notaður er í fóðurblöndur, kemur frá korn-
ræktarþjóðum á fjarlægum slóðum og er
þá eðlilegt og sjálfsagt að fá í einu sem
stærstar sendingar, livort sem keypt er á
tækifærisverði, þegar umræddar þjóðir
verða nauðsynlega að selja, eða um kaup á
föstu markaðsverði er að ræða. Stórir
farmar í sílóskipum fást fluttir fyrir hreina
smámuni milli landa og heimshluta, mið-
að við þau farmgjöld, sem við íslendingar
erum knúðir til að greiða, eins og nú hagar
til með mesta eða alla þungavöru.
Á hafnarbakka eru geymslusíló verk-
smiðjanna reist, svo að blása megi korninu
beint úr lestum í sílóin eða nota færibönd
ef betur þykir henta. í sílósamstæðunum
er að sjálfsögðu komið fyrir mælitækjum
og öryggistækjum, sem nauðsynleg eru til
þess að varðveita vöruna óskemmda og
fylgjast með því, er gerist í geymslunni,
svo sem hitastigi og rakastigi o. fl.
Stærð sílóa og fjöldi þeirra er eðlilega
háður magni því, sem nauðsynlegt má
telja að í geymslum sé hverju sinni, og þá
miðað við atburðarás nútímans, þar sem
siglingateppur, verkföll á afgreiðslustöðv-
um og móttökustöðum geta komið fyrir,
svo sem ekki er óalgengt á vorum tímum,
og svo ef náttúruöflin trufla samgöngur,
eins og gerist þar sem ísalög loka siglinga-
leiðum. í Noregi eru til almenn ákvæði um
hve mikið skuli vera í landinu, að minnsta
kosti, af kornvöru, bæði til manneldis og
fóðurs. Miðað við aðstöðu og eðli sam-
gangna á íslandi er eðlilegt, að geymslu-
rými kornvöru sé að minnsta kosti fyrir
20 þúsund lestir.
Að svo miklu leyti, sem gerð annarra
fóðurefna leyfir, eru þau einnig geymd í
sílóum. í venjulegri sílóasamstæðu eru
liólfin jafnan misjöfn að stærð og hæfa
þannig mismunandi magni, og að öðru
leyti eru botnar þeirra þannig gerðir, að
tæknibúnaður verksmiðjunnar getur tekið
þar hráefnin og fluttt til blöndunarstöðv-
ar. Við það sparast mannsvinna að mestu
eða öllu leyti.
Vinnsluvélar
Sá hluti verksmiðjunnar, sem taka skal við
hráefnunum og framleiða fóðurblöndurn-
ar, krefst mikils rýmis, enda eru það all-
fjölbreyttar vélar, sem til þess eru notað-
ar.
í fyrsta lagi eru það myllur, sem taka
við korninu og valsa það eða mala. Þegar
um ræðir fóðurvöru er enginn kostur að
fínmala; kurlun og grófmölun er heppi-
legri en fínmölun. Séu notaðar olíukökur
barf sérstaka knosara til að mylja þær.
Vélar til þessara barfa eru alla aflfrekar
og í stórum verksmiðjum eru aflgjafar
þeirra stundum á annað hundruð hestöfl,
rafmótorar, sem hver hreyfir sína vél.
Að lokinni mölun, kurlun eða knosun
hráefnanna, þarf að flytja hinar ýmsu teg-
undir beirra upp í blöndunarsílóin. Hver
tegund fyrir sig barf að hafa sitt hólf, frá
liólfinu flyzt efnið yfir vigt, sem stillt er
til þess að vega sjálfvirkt þann skammt, er
hæfir hverri blöndu, en síðan sameinast
allar tegundir hráefna í sjálfum blandar-
anum. Eftir stærð verksmiðjunnar og af-
kastakröfu fer stærð blandarans eða bland-
aranna, ef fleiri eru en einn. Ekki er óal-
gengt að hver blandari geti þjónað blönd-
un, er nemur 30 tonnum á klst. og fer það
þá eftir kröfum og þörfum hvort verk-
smiðjan þarf að nota einn eða tvo bland-
ara eða fleiri, en að sjálfsögðu þarf að
miða hvern hluta hennar við framleiðslu-
getu, sem samrýmd er í öllum hlutum
hennar. Fjöldi geymsluhólfa hráefna, sem
301
F R E Y R