Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 22

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 22
tæma skal í blandara, getur verið breyti- legur, en ekki er óalgengt að þau séu 10— 15 og sér vog fyrir hvert hólf. Auðvitað má engin vogin svíkja þegar gera skal blöndu, en hver fyrir sig er fyrirfram stillt til þess að skila í blandarann ákveðnum af- mældum skammti í blönduna. Þegar öllum tegundum hráefnanna hef- ur verið vel blandað í blandara, svo að allt er jafnt og vel lagað, fer magnið áleiðis í gegn um sigti og segulbúnað, þar sem kögglar skiljast frá og málmar og annað, sem tjóni getur valdið í búfénu, greinist frá. Enda þótt fóðurblöndur séu enn í nokkr- um mæli sendar notendum sem mjölvara, er því ekki að leyna, að með mjög ört vax- andi notkun vögglaðrar og kögglaðrar vöru er það veigamikill þáttur í meðferð fóðursins og sívaxandi að breyta mjölinu í korn, spörð eða bita, sem í fóðurfræð- inni er skipað í flokka eftir stærðum og gerðum, á erlendum málum nefnt pellets, vaffers eða brikkets, en á íslenzku hlotið lieitin vögglar og kögglar. Óvíst er hvort vaffers hafa flutzt hingað eða beim verið gefið íslenzkt heiti, en það gæti verið bein þýðing á nfninu og kallast þá vöfflur (fóð- urvöfflur). Eðlilegt má telja, að hér sé fylgt erlendu reglunni að greina á milli vöggla og köggla við svo sem 10 mm þver- mál bitanna. Þessi meðferð fóðursins varð til og þykir nú nauðsynleg þegar fóðurvörur eru í vax- andi mæli fluttar heim til notenda sem búlkvara. í verksmiðjunni er fóðurblönd- unni beint inn í sérstakar vélar, þar sem gufu er blandað í, og undir miklum þrýst- ingi er fóðrinu beind leið í gegn um pressu, það þrýstist þá í gegn um pípur og kemur út sem strönglar um opin, en vídd hvers ops ákveður þvermál sívalningsins. í með- ferðinni brotna strönglarnir og mynda búta og bita, vöggla eða köggla eftir þver- málinu. Rétt er að geta þess við þennan áfanga í hlutverki verksmiðjunnar, að tvennt er það í sambandi við blöndun og gerð fóð- ursins, sem krefst sérráðstafana, en það er íblöndun melassa, sé liann notaður, og skil- yrðislaust íblöndun steinefna og' bætiefna (raunar ætti að flokka steinefnin undir bætiefni). Til þess að nýta melassa er nauðsynlegt að hafa sérstakan tank, sem hægt er að sjúga eða dæla úr og hita hrá- efnið svo að það renni greiðar og blandist betur í hræruna. Melassi er mjög bragð- bætandi efni og gerir kraftfóðrið lystugra en annars, en hefur auk þess mikið næring- argildi og meira en sykur af því að í mel- assa er alltaf talsvert af steinefnum. í fóðurblöndur er alltaf notað nokkuð, sem á erlendum málum er kallað premiks, en það er sérgerð blanda af vitamínum, steinefnum, snefilefnum, fúkkalyfjum og e. t. v. fleiri efnum. Efni þessi er ekki hægt að mæla beint inn í fóðurblandara hvert f. vrir sig, þessvegna eru gerðar og seldar sérblöndur af nokkrum þessara efna, og síðan er ákveðið magn þeirrar blöndu fært inn í fóðurblönduna hverju sinni eftir þörfum. Á okkar tungu væri ekki rang- nefni þótt blanda af þessu tagi væri köll- uð bætiefnablanda, enda þótt í henni kynn/ að vera fleira en það, sem eiginlega flokk- aðist sérhæft þar undir. Notkun bætiefnablöndu krefst ekki sér- búnaðar við blöndunina því að hún getur farið vfir sína sérvog eins og hverjar aðrar lirávörur hverju sinni. Ollum þessum hlutum verða vinnsluvél- arnar að sinna svo að hver blanda verði eins og forskriftir mæla fyrir um, enda er allt stillt til sjálfsafgreiðslu áður en blönd- un hefst og hver vélasamstæða tekur við af annarri, þegar sjálfvirknin er í lagi. Þannig er fjármagninu, sem í vélabún- aði og húsrými hans er falið, skipað í hlut- verk, sem mannshöndin annars hefur unn- ið, en reynslan hefur kennt, hér eins og annars staðar, að þannig er fjármagnið ó- dýrara í rekstri en mannsaflið. 302 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.