Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 13
ekki mega vera meiri en 13 sm, og hærri
brún skóp aukna stighættu. Lengd bása
virtist hafa verulega þýðingu og niðurstað-
an varð sú, að básar skuli vera 5% lengri
en bolur skepnunnar. Básbreiddin hefur
sitt að segja, svo og flórdýptin og hvort
afturfætur standa örugglega á gólfi eða
hálka og sleipa var algeng á básendum.
Því traustari fótstaða þeim mun minni
hætta á stigi og því rýmra þeim mun færri
spenastig á básum.
Einnig var athugað hvar misjöfn klauf-
hirðing væri með í dæminu svo og hreyf-
ingaháttur hverrar skepnu, en þessi atriði
virtust áhrifalaus.
Á hinn bóginn voru spenastig algengari
þar sem ristar voru yfir fleytiflórum, en í
fjósum, þar sem mykjan féll í flóra með
þéttum botnum.
Athuganirnar sögðu ákveðið, að fleiri
spenastig verða í myrkri en í björtu, og
hafa ýmsir fyrr og síðar orðið þess varir
og því haft ljós í fjósum um nætur.
Spenastig í fjósum eru vafalaust fyrst og
fremst háð þeim atriðum, sem varða fyrir-
komulag og umbúnað bygginga, segir heild-
arniðurstaðan af nefndum athugunum og
er það í fullu samræmi við það, sem áður
hefur verið staðfest við athuganir í öðrum
löndum og með gripi annarra kynja og
stofna.
Þar eð hér um ræðir atriði, sem getur
haft verulega efnahagslega þýðingu við-
víkjandi mjólkurframleiðslu, þykir öllum
eðlilegt og sjálfsagt, að reynt sé eftir mætti
að fjarlægja þær forsendur, sem búa hætt-
unni heim í þessum efnum.
❖ * ❖
Hvað varðar okkur um það, sem gerist úti
í Hollandi eða í einhverju öðru landi?
Ef að vanda lætur munu ýmsir hugsa
sem svo og jafnvel mæla svo bæði hátt og
í hljóði. Það er ekkert sérstakt að svo sé
hugsað og talað hér á landi þegar sagt er
frá því, sem reynt hefur verið og prófað
og sannað í öðrum löndum, með öðrum
þjóðum. Raunar verður að segja sem er,
að svona viðkvæði eru ekki eins algeng nú
og gerðist fyrir svo sem aldarfjórðungi.
Það væri líka einkennilegt, eftir allar ut-
anfarir fólks og heimsóknir annarra þjóða
til okkar, ef ýmsir væru ekki farnir að
sannfærast um, að gamla máltækið „vér
einir vitum“ eru aðeins orð úr heimi heima-
alningsháttarins. Og sannast mála er, að
sitthvað það, er hjá okkur gerist, er ná-
kvæmlega af sama toga spunnið og hlið-
stæðir atburðir meðal annarra.
Ætli það geti ekki líka skeð, að frágangur
í umhverfi kúnna okkar, básarnir í fjósun-
um, lengd þeirra og breidd, hæð bríkur
milli báss og jötu, umbúnaður í bás og á
flórstokk, geti einnig hér verið samverk-
andi atriði, er hafi áhrif á tíðni spenastigs
á okkar landi, en þau munu víst ekki svo
fágæt atvikin af því tagi, sem eiga sök á
gölluðum spenum, stökum eða algengum
júgurbólgufyrirbærum og öðrum annmörk-
um, er helst til oft heimsækja kýrnar í
fjósum hér á landi. Það má vel vera, að
mjaltavélarnar eigi sinn þátt í algengri og
svæsinni júgurbólgu, eða réttara sagt þó
misnotkun vélanna — en ótalin og ókönnuð
munu slysin af því tagi, sem valda mari og
sárum á spenum kúnna.
Líkanið af nýtísku fjósi því, sem sýnt var
á landbúnaðarsýningunni 1947, vakti vissu-
lega eftirtekt, en sérstaklega heyrði maður
álit og umsögn þeirra, sem þar töldu íburð
vera ráðandi, allt væri þar svo mikið í
sniðum, básar allt of breiðir og lengd þeirra
alveg óhæfileg og fleira eftir því, að maður
tali nú ekki um breiðu gangana og hina
óhóflegu stéttarbreidd.
Þó var nú staðreyndin sú, að þá þegar
voru til einstakir bændur hérlendis, sem
byggt höfðu, eða voru að byggja fjós af
líkri gerð og þar var sýnd.
En þá, og lengi síðan, voru ýmsir, sem
neituðu að byggja svo rúmt, að básarnir
væru heill metri á breidd og lengri básar
en 135 sm væri hreinn óþarfi, og ekki bara
það, heldur væru lengri básar til óþurftar
F R E Y R
343