Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 26

Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 26
þess á undanförnum öldum, blasir grimmd heimsins við okkur. Segja má og segja verður að jafnvel nú á tímum eru slátur- aðferðir í flestum tilfellum fullkomið hneyksli. Og þannig er slátrað um 1.000.000. 000 gripum á ári. Sökina á þessu hörmulega ástandi á fólkið, sem ekkert gerir til að fylgjast með þessum málum. Við atvinnu- menn sláturfyrirtækjanna, sem fela sig bak við þann fáránlega fyrirslátt að fyrst þurfi að hugsa um að útvega „sveltandi heims- byggð“ matvæli áður en hugað sé að virð- ingu fyrir dýrunum og samúð með þeim, segi ég skýrt og skorinort að þeir eru af- brotamenn. Hér verður aðeins stiklað á stóru, en einn helsti aðilinn að málefni þessu er Evrópuráðið. Vottar að ástandinu eru land- búnaðarnefndin og hefur ritari hennar, hr. Elvinger, gert skýrslu um málið, og einnig ber að geta um Alþjóða dýraverndunar- samtökin. Vegna þessa voðalega bletts á mannfé- laginu samþykkti fastanefndin hinn 4. júlí 1973, fyrir hönd ráðgjafaþingsins, texta til- lögu til ráðherranefndarinnar þar sem hún er alvarlega beðin um að leggja fast að aðildarríkjunum að semja og samþykkja Evrópusamþykkt, sem hæfi a. m. k. sið- menntuðum þjóðum. Nú á tímum, þegar þróun á sviði vísinda, iðnaðar, efnahags-, félags- og menningar- mála, er geysilega ör virðast raunveruleg dýravernd og frumlegustu tilfinningar gagnvart dýrum vera á steinaldarstigi. Þessa niðurlægjandi þversögn er ekki hægt að þola lengur. Enn skín a. m. k. eitt ljós í myrkrinu. Og það ber að þakka óbilandi trú forsvars- manna, sem beita sannfæringarkrafti og eru sívakandi til að hafa gát á stjórnvöld- um. Vonandi verður einhugur um að Evrópa geti senn lagt hlustirnar við ó- stöðvandi umleitanir frá Strassburg og hrint þeim í framkvæmd. 356 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.