Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 25
ar um einhófunga, nautgripi, sauðkindur,
geitur og svín og í honum geta aðildar-
ríkin um ráðstafanir, sem gera beri með
tilliti til þeirrar grundvallarreglu, að á-
kvæði varðandi millilandaflutning dýra
hljóti að vera í samræmi við velferð þeirra.
Áður en dýr eru tekin til fiutnings verða
þau að fá vottorð dýralæknis í útflutnings-
landinu þess efnis, að þau séu hæf til flutn-
ings og ber honum einnig að staðfesta teg-
und farartækis, sem nota á. Dýr, sem fætt
hafa afkvæmi sl. tvo sólarhringa, eða eru
líkleg til að gera það meðan á ferðinni
stendur, teljast ekki hæf til flutnings.
Einnig getur dýralæknirinn lagt svo fyrir,
að dýrin séu hvíld visst tímabil og veitt
nauðsynleg umönnun.
Öllum búnaði í sambandi við flutning
(farartækjum, umbúðum, kössum, búrum,
loftræstingu, lýsingu o. fl.) ber að koma
fyrir á þann hátt, að tryggt sé að dýrin
njóti þæginda og öryggis. Hafa ber brýr,
bretti og landganga þannig, að auðvelt sé
að annast fermingu og affermingu og dýr
mega aldrei verða fyrir miklum hristingi
eða skrölti. Meðan á ferð stendur ber að
gefa og brynna dýrum eigi sjaldnar en
einu sinni á sólarhring, nema komist sé á
áfangastað á skemmri tíma. Ströng ákvæði
eru um flutninga almennt, þ. á m. um að
dýr verða að geta hreyft sig ef þau eru
ekki flutt í sér básum. Einnig eru sérá-
kvæði um aðskilnað kynjanna, aldurs-
flokka og dýrategunda, sem ekki kemur
saman vegna eðlishvata. Hreinlæti í flutn-
ingstækjunum verður að vera í samræmi
við nákvæm fyrirmæli samþykktarinnar
og eru lagðar skyldur á herðar flytjanda
að því er varðar m. a. mjaltir, veikindi,
meiðsl eða slysadauða dýra í millilanda-
flutningi.
Evrópuráðið lagði til að öll aðildarríki
þess tækju tillit til ákvæða samþykktar-
innar í hvers kyns milliríkjasamningum
sínum án tillits til þess hvort þau væru
aðilar að henni. Dagana 10.—14. september
var haldin í Strassburg alþjóðaráðstefna
Hrossaútflutningur með skipum er fortíðaraðferð,
nú hafa flugvélarnar tekið við hlutverkinu og er
það vel.
um dýravernd, þar sem fjallað var um
stöðu dýranna í breytilegum heimi. Al-
þjóða dýraverndunarsamtökin, sem eru
ráðgefandi aðili hjá Evrópuráðinu, skipu-
lögðu ráðstefnuna og ofarlega á dagskrá
hennar var millilandaflutningur dýra.
Vítið í sláturhúsunum.
Ef við berum saman þörf mannskepnunnar
fyrir neyslukjöt og aðferðirnar til að afla
F R E Y R
355