Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 14

Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 14
Básarnir mega aldrei vera of þröngir. því að hver kýr legði allt frá sér í básinn. Á líkani því, sem á sýningunni var fyrir allra augum, var gert ráð fyrir meðal bás- lengd 145 sm, eða frá 140-155 sm stuttbásum fyrir fullvaxnar kýr. Og allt fram á síðustu ár hefur maður komið í fjósin frá þessum árum og komist að raun um, að þá og lengi síðan voru básarnir gerðir allt of stuttir og of mjóir, og engin undur geta talist þó að á þeim hafi spenastig verið allt of tíð. íslenskar kýr eru að vexti og allri stærð ámóta og erlendar Jerseykýr og ættu básar íslenskra því að vera ámóta og þeirra. í þá daga og enn er það staðreynd, að básar Jersey kúa bafa verið 155 sm langir og 110 sm breiðir í grannlöndum okkar eða um 10% stærri en hér hefur gerst um bása handa gripum af líkri stærð. Engin talning er til hér yfir tíðni slysa vegna þessa, svo enginn getur með nokkr- um rétti fullyrt, að svona sé slysahættan til orðin á spenum okkar kúa, en er ekki eðli- legt að álykta, að þessu sé líkt farið og annarsstaðar gerist. Og eitt er að minnsta kosti víst, þetta: Margar íslenskar kýr eru vanskapaðar af því að hafa staðið á allt of stuttum básum, þær, sem ekki hafa viljað standa í flórum, og með stöðum á básum í 38—40 vikur á ári hlotið að standa með afturfætur í þeirri stöðu, að mjaðmargrind og torta er eins og skúti á skipi og fót- staðan óeðlileg en það hefur aftur í för með sér veika fætur og aflaga klaufir. Og mjóu básarnir, með hála flórstokka, eiga vafa- laust sinn þátt í spenastigi hér eins og annarsstaðar gerist. 344 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.