Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 29

Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 29
Jógúrt í mörgum löndum heims, sérstaklega í Miðevrópu, miðjarðarhafsláglendinu og ýmsum hlutum Asíu og Afríku, er gerla- mjólk miklu þýðingarmeiri í mataræði fólks en nýmjólk. Jógúrt er ef til vill mest útbreidd af öllum gerlamjólkurtegundum og gengur undir mismunandi nöfnum, í ýmsum hlutum heims. í Egiftalandi heitir hún leben eða leben raib, marsoom í Ara- bíu, naja í Búlgaríu og dai í Indlandi. Hvað sem nafninu líður eru efnabreytingar þær, sem gera mjólkina súra, alltaf hinar sömu. Það, sem veldur sýringunni er áhrif gerla, sem breyta mjólkursykrinum — lactósunni — í mjólkursýru. Hægt er að búa hana til úr kúa-, geita-, sauða- og kaplamjólk. Hún er soðin, stundum tímum saman, til að gera hana þykkari eða vatnsminni, síðan kæld að vissu marki og loks látinn í hana hleypir úr fyrra gerlasafni og haldið volgri þar til hún hleypur. Sýringin er þýðingar- mikil aðferð til að geta haldið mjólkinni óskemmdri, þar sem ekki er hægt að vernda það sem afgangs er frá daglegri notkun, með niðursuðu eða þurrkun. Árum saman hefur verið deilt um jó- gúrtina sem heilsugjafa. Þessar deilur hóf- ust fyrst 1908 þegar rússneski vísindamað- urinn, Elías Metchichov, við Pasteurstofn- una í París, gaf út bók, sem hann nefndi: Lenging lífsins. Metchikov hafði fengið sérstakan áhuga á jógúrt, þegar Grigov, vísindamaður á sama sviði og hann, hafði einangrað og leitt í ljós geril, lactobacillus bulgaricus, úr sýrðri mjólk og skýrði jafn- framt frá, að margir Búlgarar, sem drykkju mikið af henni yrðu 100 ára og eldri. Þeg- ar Mettchikov hafði rannsakað lactobacil- lus bulgarikus, taldi hann gerilinn læknis- dóm og kom fram með þá hugmynd, að ellihrörnun um aldur fram, ætti fyrst og fremst rætur sínar að rekja til langvinnrar og stöðugrar eitrunar af völdum rotnunar- gerla í þörmunum, og að sú sýrumyndun, sem lactobacillus bulgaricus væri valdur að, hindraði starfsemi þessara rotnunar- gerla. Seinni rannsóknir urðu ekki til að styðja þessa skoðun Metchikovs, en þá var jógúrt almennt orðin viðurkennd sem heilsufæða í hinum vestræna heimi. Hefur jógúrt eitthvert sérstakt gildi sem fæSutegund? Sem fæða er jógúrt jafngild mjólkurteg- undinni, sem hún er unnin úr. Hitaein- ingagildi hennar er hátt, nema hún sé unn- in úr mjólk, sem er svipt miklu af hita- einingum, þ. e. a. s. fitunni. í 100 gr. af góðri nýmjólk eru um 70 hitaeiningar: Jó- gúrt, sem ekki er blönduð neinu, og búin til úr nýmjólk, fær aðeins lægra hitaein- ingagildi við það að mjólkursykurinn breytist í mjólkursýru, en þessi lækkun nemur aðeins 3—4%. Jógúrt, sem ekki er smekkbætt en svipt fitunni ætti að hafa hitaeiningagildi undanrennu, eða nánast 34 hitaeiningar í 100 gr. Bragðbætt jógúrt með ávöxtum og sykursaft, gefur aukið hitaeiningagildi sitt með því um hreina ógengd, eða 80 einingar í 100 gr.; meira en helming. Eggjahvítu, steinefna og vitamín- gildi jógúrtar eru hin sömu og í mjólkinni. Lœkningamáttur jógúrtar. Mikið hefur verið staðhæft um það, að sýrð mjólk hefði ótvíræðan lækningamátt, og að sá möguleiki sé fyrir hendi, að hún kunni að bæta einstakar tegundir melting- truflana. Engin rök er hægt að færa fyrir því, að hún taki fram nýmjólk í því efni. Fréttabréf um heilbrigðismál. F R E Y R 359

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.