Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 23

Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 23
PEAN GERBOUX: Hversu lengi œtla menn að misþyrma dýrum? Frá COUNSIL OF EUROPE hefur Freyr meðtekiS eftirfarandi til birtingar: Dýravernd, í orðsins fyllstu merkingu, er enn aðeins vonarneisti allof víða í heiminum. Það skortir ekki eingöngu á umhyggju af hálfu einstaklinga, en ríkisvaldið vantar venjulega framsýni og festu til að siða borgarana og knýja þá til að fara að lögum þegar á því þarf að kalda. Evrópuráðið hefur sívaxandi áhuga á að auka skilning á brýnni þörf fyrir mannúð gagnvart málleysingjunum. En það verk er jafn erfitt og starfsviðið er víðtækt og flókið. Þess vegna getum við ekki rætt það hér nema mjög Iauslega og í stuttu máli. En það finnst mér ætti að nægja til að ráðast á þríþætt verkefni, sem fyrir okkur er lagt. Búfjáriðnaður og lífeðlisþarfir dýra. Athygli landbúnaðarnefndar Evrópuráðs- ins hefur í síauknu mæli beinst að vanda- málum, sem skapast hafa í sambandi við eldi búfjár í iðnaðartilgangi án landrýmis, sem mjög hefur aukist í flestum Evrópu- löndum. Eru þá notaðar ýmis konar að- ferðir og allar vafasamar. Frá fjárhagslegu sjónarmiði hefur árang- urinn ekki orðið eins og vænst var. Dýrin, sem beitt hafa verið þessum aðferðum og kölluð hafa verið sérhæfð fyrir framleiðni- aukningu, sleppa raunar miðstigunum og með því er gengið fram af þeim, einkennast þau af úrkynjun, sem kemur fram í aukinni grimmd og skapbrestum. Þessi hlið málsins vakti þegar athygli áhugamanna um dýra- vernd. Varphænum, sem hrúgað er saman til að koma sem flestum fyrir á sérhvern fer- metra, og sem oft er hreinlega staflað, er haldið án afláts í taugaspennu þannig, að þær eru fljótlega dæmdar til slátrunar. Reynslan hefur sýnt að merki úrkynjunar (vanskapnaður fóta, fjaðralos o. fl.) koma í ljós að u. þ. b. 9 mánuðum liðnum. Þegar hænurnar eru þvingaðar til að verpa með gervifæðu og efnablöndum, verða þær út- taugaðar og er engra annarra kosta völ en að farga þeim eins árs gömlum. Þegar svín eru fituð í þröngum og gluggalausum gripahúsum með rimlagólf- um, er það einungis réttlætanlegt ef næg loftræsting er undir gólfi og nóg rými fyrir svínin þannig, að þau þurfi ekki að liggja í eigin úrgangi. Of stutt tjóður, fastir tjóð- urhringir, skortur á hreinu lofti og rými fyrir gyltur tálmar framleiðslu og tap get- ur numið allt að 15%. Þegar um er að ræða kálfa og nautgripi, sem fitaðir eru með gerviaðferðum í dimm- um gripahúsum þar sem þeir geta ekki teygt úr sér nema með erfiðismunum, verð- ur árangurinn blóðleysi og ljósleitt kjöt, sem sumir viðskiptamenn kunna e. t. v. að meta, en hefur mun minna næringargildi. Einnig má segja að því fleiri skepnur, sem aldar eru við þvingunarskilyrði, því meir dregur úr ágóða vegna sjúkdóma og F R E Y R 353

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.