Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 24

Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 24
Það er dýraverndarmál að gæta þess, að offjölgun hreindýra verði ekki hér á landi. farsótta. Auðvelt er að gera sér grein fyrir mengunarhættunni þegar athugað er magn hauga eftir skepnurnar og þá sérstaklega kýr, þannig, að fjarlægja þarf fleiri lestir daglega. Án þess að skaða atvinnulífið. Þess hefur verið getið að opinber fyrirtæki hafa ekki gert víðtækar ráðstafanir til að tryggja velferð dýranna. Einsætt var að nauðsynlegt mundi reynast að undirbúa al- þjóðaráðstefnu um velferð eldisdýra, ekki einungis vegna siðferðislegra ástæðna, en undirstöðurannsóknir í sálfræði húsdýra eru enn á byrjunarstigi, heldur einnig vegna atvinnulífsins. Það var því tími til kominn 20. janúar 1971, þegar ráðgjafaþing Evrópuráðsins lagði til að ráðherranefndin skipaði nefnd sérfræðinga til að undirbúa slíka alþjóða- ráðstefnu. Eftir að ráðherranefndin hafði samþykkt þessa tillögu, féllst fastanefndin, fyrir hönd þingsins, á drög samþykktar um velferð eldisdýra, hinn 8. júlí 1971. Við þurfum ekki að fara út í smáatriði samþykktarinnar með því andi hennar er mun mikilsverðari en bókstafurinn. En geta má þess að jafnvægi er haldið milli afkomu iðnaðarins og velferð eldisdýranna og um leið getum við þakkað Evrópuráðinu fyrir ágætan stuðning þess við verðugan málstað. Millilandaflutningar og Parísarsamþykktin. Vegna tillöguflutnings og samvinnu um lengri tíma, sem leiddi til Evrópusam- þykktarinnar um vernd dýra í millilanda- flutningum 13. desember 1968, á vegum Evrópuráðsins, eiga Alþjóða dýraverndun- arsamtökin (WFPA) skilið að þeirra sé getið í sambandi við starfsemina í Strass- burg. Samþykktin, sem tekið hefur gildi um ótakmarkaðan tíma, er fyllilega réttlætt með ákvörðun aðilanna að henni um að koma eftir megni í veg fyrir hvers kyns þjáningu dýra í flutningi. Er hér átt við að millilandaflutningur á landi, sjó og í lofti, þýði hvers kyns hreyfingu yfir landa- mæri eða milli landa. Sex kaflar ná til heimilisdýra eins og fugla, kanína, hunda og katta, annarra spendýra og fugla, dýra með köldu blóði, jöfnunar deilumála og lokaákvæði. Kafli um almenn ákvæði fjall- 354 F R i Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.