Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 22

Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 22
efna til útflutningsiðnaðar. En hversu horfir um markaðinn? Svo mikið tel ég mig vita, að ekki sé hann vænlegur um Norðurlönd eða önnur nálæg ríki. Verk- fræði lásu 112 erlendis í fyrravetur og 421 var í verkfræði og raunvísindadeild hér í vetur. Sé hlustað eftir kaupkröfum há- skólamanna, eins og þær hljóma fyrir hlustum þjóðarinnar í dag, virðist líklegt, að sá flokkur reynist átfrekur fulllærður. En hvað um framtíðar-atvinnu? Hér skal ekki haldið lengra. Er það þó lokkandi. Samkvæmt áður sögðu sitja nú í vetur um 3500 íslendingar á háskólabekkjum. Sé miðað við 5 ára setu þar, skilar það 700 borgurum á ári, sem hampað geta vottorði um háskólapróf frammi fyrir veitingavald- inu og krafist fullrar fyrirgreiðslu, sem þeim skal endast til æviloka. En hversu horfir um hana? Er verðmætasköpun þjóð- arinnar svo voldug, að henni endist dugur til þess? Hversu horfir um auðlindir vorar? Þessu verður ekki svarað hér. Það gerir reynslan þó síðar verði. Hún segir alltaf satt. En þurfum við að bíða eftir þessu svari? Skilur ekki þessi 60 manna hópur, sem við nefnum Alþingi og fyrst og fremst hefur blásið að þessum glæðum, hvert stefnir? Vita þeir ekki, að meðal grann- þjóða vorra horfir nú þegar til verulegs atvinnuleysis hjá háskólalærðum mönn- um? Nýlega heyrðist að nú væru 2—300 ungir læknar atvinnulausir í Danmörku. Hversu marga íslenska lækna þiggja grann- þjóðir vorar að gjöf 1980? Er hér þó skammt seilst. Loks vil ég minna á eitt: Allar stéttir eiga sína ómennsku, sína búskussa, fiski- fælur, lagasnápa, pokapresta. Við skulum vera minnug þess, að pokaprestar allra alda hafa lokið sínu námi. Svo mun og um allar stéttir háskólamanna, eins og annara stétta. íslensk skussamenning er ekki vænleg út- flutningsvara til lengdar, þótt hún geti hampað prófvottorði frá Háskólanum. Lík- legt er, að þegar lengra er horft, verði úrvalið eitt þegið. En því má ekki gleyma, að atvinnuleysi er eitt af ægilegustu meinum vestrænnar menningar ef ekki mannkyns alls. Það mun í engu hollara þeim, er setið hafa mörg bestu ár ævi sinnar á háskólabekkjum og keppt þar að ákveðnu marki, sem svo er horfið að fullu, þegar því skyldi náð. Er alveg víst, að sú byrði verði alltaf öxluð svo, að hvergi sé kiknað við? 352 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.