Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 21

Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 21
vetra setu í menntaskóla og núgildandi verðlag, verður þessi fyrirgreiðsla 416 þús. á hvern stúdent. Hygg ég þar varlega met- ið. Ekkert, sem ég kem auga á, bendir til að þessir liðir lækki, þó skólunum fjölgi. Þar stefnir flest í aðrar áttir. Þegar menntaskólunum sleppir, tekur Háskólinn við. Og enn kemur ríkið við söguna. Fjárlögin 1974 benda til að áætluð fjárþörf Hákskólans sé nú tæpar 164 þús. á nemanda. Með 5 ára setu þar, kostar há- skólakennslan 819 þús. á hvern kandidat, auk þess sem kennslan í menntaskólanum gilti, eða alls 1235 þús. Enn ber þess að gæta, að háskólakennarinn virtist telja há- skólaárin 8. Hann bætti því þrem við. En þeim pinkli er líka tyllt á Skjónu að nokkru leyti, þótt hér sé hann óvigtaður. Það er fleira niðurgreitt á íslandi nú, en landbúnaðarvörur og togarafiskur. Þjóðfé- lagið greiðir líka niður hinn almenna há- skólaborgara, án þess að þakklætis verði vart, þótt hlustað sé eftir röddum þeirra um eigin nauðþurftir. Saga hafnarverkamannsins, svo óbrotin sem hún þó er, mun ekki fullsögð í þessum fáu línum. Það gleymdist að geta þess, að hann varð, þegar leiðir þeirra jafnaldra skildu, að einum af burðarásum þjóðfé- lagsins. Hann greiðir full gjöld til þess þegar, er hann hefur aldur til. Hann réttir hjálparhönd upp úr vosbúð sinni og erfiði, til að greiða götu námsmannsins upp í hægan og hlýjan vinnudag til æviloka. Þjóðfélagið gleymir ekki skattheimtunni á hendur honum, enda á ríkisvaldið þess engan kost að greiða svo götu eins, að fara ekki með skattheimtu á hendur öðrum. Það eru þess veiku og sterku hliðar. En hafnar- verkamaðurinn er mér í þessu dæmi ímynd íslenskra erfiðisstétta hvar á landinu sem þær heyja baráttu sína og hver sem við- fangsefnin eru. Hann er hér tekinn vegna hins gefna tilefnis háskólakennarans. En enn er eins ógetið, sem háskólakenn- arinn gleymdi: Til eru tvö heimili háskóla- manna hér í borg, sem ganga undir heitinu Stúdentagarðar. Nokkur fyrirgreiðsla mun þar felast í skipulagsháttum þeirra, til handa þeim, er háskólanám stunda. I sama tilgangi mun Félagsheimili stúdenta vera reist. Og enn má minna á, að í fregnum frá Háskólanum í haust var talið, að á næstu árum mundu tveir hjónagarðar rísa af grunni, og væru þeir ætlaðir háskóla- nemum. Var talið að tiltækar væru allt að 90 miljónum króna til þess. Ég þekki enga hliðstæða hjálp til þeirra erfiðisstétta, sem ég hefi kynni af. Ekki hefi ég fengið viðhlítandi fregnir af því, hvernig þeim, sem erlendis sitja að háskólanámi í vetur, er skipt milli náms- greina. Skipan þeirra mála 1 fyrravetur, gefur nokkrar bendingar. Þær greinar, sem einu nafni eru nefndar huggreinar lásu þá 283. Þar teljast m. a. þessar: tungumál og bókmenntir 56, hag- fræði 40, uppeldis og kennslufræði 40, sál- arfræði 39, félagsfræði 30, félagsráðgjöf 22, sagnfræði 12, fornleifafræði 11. Raungreinar lásu 464. Þar má t. d. benda á: verkfræði 112, tæknifræði 96, húsagerð- arlist 55, læknisfræði 17, búfræði 17, dýra- lækningar 17, tannlækningar 8. Listgreina- nám stunduðu 65, þar af 26 tónlist. Loks má benda á flokk, sem nefndur er: Annað — óneitanlega teygjanlegt hugtak, — þar lærðu 53, þar af 25 sjúkraþjálfun. Sé litið á skiptinguna í háskóladeildirnar hér, nú í vetur, skal ég aðeins nefna þetta: Heimspekideild 730, Læknisfræði (þar með taldir tannlækn- ar) 450, Verkfræði og raunvísindi 421, Viðskiftafræði 316, Lögfræði 225, Þjóðfélagsfræði 90, Guðfræði 49. Enn skal bent á: Ég sá í blaði nýlega, að kæmu þeir læknar heim, sem nú dvelja erlendis við nám og störf, hefðum við einn lækni á hverja 480 íslendinga, og virtist fregnin aðeins miða við full-lærða lækna. Það blasir því við, að læknadeildin er að F R E Y R 351

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.