Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 19

Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 19
GUÐMUNDUR JÓSAFATSSON: Frá mínum sjónarhóli skoðað Hér birt eftir handriti að útvarpserindi s. I. vetur. Á undanförnum árum og þó öllu heldur áratugum, hefur mjög verið rætt um það, að skipuleggja eitt og annað í þjóðháttum vorum. Óneitanlega hefur það verið gert og sjálfsagt margt vel. En það er eins með það og margt annað, að okkur gengur illa að sættast á, hvaða skipulag henti þjóðfé- laginu. Það er ekkert nýtt, að það skjóti upp kolli, að sérstaka nauðsyn beri til þess að skipuleggja að nýju íslenskan landbúnað. Fyrir einum áratug var bví slegið föstu, að það væri óveriandi sóun verðmæta, að hafa sauðfé nema á 1600 býlum hér á landi. Það væri og ástæðulaust að framleiða mjólk, nema á 1400 býlum. Með þeirri fækkun bænda virtist höfundi þessara hug- smíða, — hugverka væri líklega réttara að nefna þetta, þau eru svo hátt metin, — mjög auðgert að losna að fullu við hinn sígilda ásteytingarstein: niðurgreiðslur á landbúnaðarvörurnar og meira en það. Virtist þessum hugsmíðahöfundi auðvelt að skila mjólkinni og kjötinu á borð neyt- enda fyrir mun minni pening, en þá þurfti til þess. Síðan þau skipulagshugverk voru skrá- sett, hefur tækninni fleygt gífurlega fram. Hafi það verið rétt 1963, að ekki þyrfti nema 3000 bændur til að skila því magni af landbúnaðarvörum, er nægðu á neyslu- borð þjóðarinnar þá, er víst, að nú dygðu mun færri, ef gripið yrði til þeirrar stærð- fræðireglu, sem þá var beitt. M. ö. o., það þyrfti enn að fækka bændum í stórum stíl. Hefur þeim þó fækkað til muna, síðan þessi fræði voru þulin yfir þjóðinni. Sé dýpra skyggnst í þjóðlíf vort virðist ólíklegt, að fækkun í stéttum þjóðarinnar geti talist framtíðarmark. Fólkinu hefur fjölgað um rúmar 26 þúsundir frá 1. des. 1963 til jafnlengdar 1972. Síðan 1963 hygg ég að bændum hafi fækkað um 12—15%, svo draumurinn um fækkun þeirra virðist stefna öruggum skrefum að því að rætast. Fjölgun þjóðfélagsþegna og fækkun bænd- anna fellur því ágætlega saman. Það þarf engan fræðimann til að sjá, að einhversstaðar þarf að koma þessari fjölg- un fyrir. Lærður maður lét þau orð falla nýlega í einum af fjölmiðlum vorum, að nú þyrfti að „skipuleggja skipulag" sveitanna. Væri ekki reynandi að fá einhvern álíka lærðan mann til að „skipuleggja skipulag- ið“ á fjölguninni? Skipulagsleysið þar gæti hefnt sín þó síðar léti. Mun óvíst hve mjúk- hent sú refsing yrði. En sé betur athugað virðist augljóst, að fyrir þessu sé hugsað af kostgæfni. Einn þáttur í þjóðlífinu þró- ast nú glæsilega, enda nýtur hann mjög fyrirgreiðslu hins háa Alþingis. Þessi þátt- ur er menntaskólarnir og Háskólinn. Um hann virðist það athyglisverðast, hve ört hann gildnar. Haustið 1964 settust 1475 nemendur í hina almennu menntaskóla vora, en 1973 töldust þeir 3326. Kennara- skólinn og Verslunarskólinn eru ekki taldir með. Svo mun ég og gera í þessu rabbi nú, F R E Y R 349

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.