Freyr - 01.01.1975, Blaðsíða 10
Gísli Kristjcmsson.
Opið bréf
til lesenda Freys
Lesendur góðir: Þegar ég leita til ritvélarinnar að þessu sinni
er það gert í þeim tilgangi að festa nokkrar línur á blað,
er tjá skulu ykkur mínar bestu kveðjur og til að þakka með
virktum samstarfið um tuttugu og níu ára skeið.
Það þakklœti skal einnig ná til þeirra 60—70 höfunda,
sem á hverju ári hafa lagt mér lið með því að leggja til efni,
sem svo hefur birtst á siðum Freys, en umrœdd 29 ár hefur
mér tekist að veita forsjá 30 árgöngum FREYS með ykkar að-
stoð og nú er mínu hlutverki lokið á þeim vettvangi.
Þegar ég kom heim til cettlandsins að styrjöld lokinni, ár-
ið 1945, eftir langar fjarrvistir, hafði ég um nokkur ár ritað
talsvert í ýmis blöð og tímarit, um fagleg frœði, með öðrum
þjóðum.
Þegar starfið hófst hér heima var mér vel Ijóst að land-
búnaður okkar og búmenning öll stóð á öðru þrepi og tals-
vert neðar, en þá gerðist meðal grannþjóðanna. Ég þekki
enn vel hvað með öðrum gerist og vil staðhœfa, að á síð-
ustu 30 árum höfum við íslendingar komist mörgum þrep-
um nœr öðrum í stiganum en þá gerðist, og ég vona að
FREYR megi tileinka sér svolítinn heiður af þeim framförum,
sem hér hafa verið svo stórstígar á nefndum sviðum, í þeim
tilgangi er málgögnum haldið gangandi og ráðunautaþjón-
usta veitt að minnsta kosti.
Meðal annarra þjóða hefur svonefnd fullorðinsfrœðsla
verið virkjuð um allmörg ár og nú er komið inn á Alþingi
frumvarp til laga um að slík þjónusta verði upp tekin hér,
svo sem framhald þeirrar frœðslu er almennir skólar veita.
Á sviði landbúnaðarins hefur í rauninni verið um slíka full-
orðinsfrœðslu að rœða með ráðunautaþjónustu og faglegu
málgagni þar sem Freyr er.
Vitað er, að ýmsum hefur fundist Freyr of faglegur og
stundum ofan við skynsvið ýmissa lesenda. Til þess hefur
auðvitað líka verið œtlast af því að slíkt málgagn á að
vera einskonar framhalds-búnaðarskóli, er byggja skal ofan
á það, sem áður er numið. Þess vegna hefur viðleitnin fyrst
og fremst miðað að því að vera á svipuðu þroska- og menn-
ingarstigi og gerist á vettvangi hliðstœðra málgagna meðal
grannþjóðanna, þar sem túlkaðar eru staðreyndir fyrst og
fremst, reynsla og niðurstöður rannsókna ogi tilrauna, en
hugarburði og lauslega ígrunduðum skoðunum lítt sinnt og
og því síður þrugli á borð við það, sem ýmsum þykir við-
eigandi dagblaðamatur. Hitt skal um leið sagt, að gjarnan
hefði búningurinn mátt vera veglegri, en þar hefur mestu
ráðið efnahagsleg geta, enda hafa ýmsir stéttarbrœður utan
lands spurt hvernig hœgt sé að halda uppi málgagni með
3—4 þúsund kaupendur, þeim veitist örðugt með 12—-18
þúsund.
2
F R E Y R