Freyr - 01.01.1975, Blaðsíða 14
ÁRNI G. PÉTURSSON:
FÓÐRUN OG ARÐSEMI
Offóðrun gefur ekki auknar afurðir — en vanfóðrun dregur úr þeim
Nókvœmni og góð umhyggja borgar sig.
Sauðfjárrækt hefur verið hér ein af helstu
búgreinum, síðan land byggðist. Ræktun í
nútíma skilningi á sér ekki langa sögu. En
ávallt hafa verið uppi ræktunarmenn, sem
hafa staðið meðaltalinu framar. Á öllum
tímum hafa menn leitast við að framleiða
þá vöru, sem mest hefur verið spurt eftir
hverju sinni. En fram undir miðja þessa
öld hefur fóðurskortur og viðtekin hefð
takmarkað mjög afkastagetu og möguleika
sauðfjárbúanna. Nú er svo komið, vegna
áratuga starfs bestu sauðfjárbændanna og
möguleika til fóðuröflunar, að enginn bóndi
í landinu ætti að mæta fjárhjörð sinni arð-
lítilli eða arðlausri að hausti. Þó er enn
svo, að lökustu fjárbændurnir ná ekki
nema fjórðungsafurðum á við þá bestu og
meðaltalið hálfdrættingar. Því má betur, ef
duga skal.
Síðustu ár hefur meðalarður eftir fóðraða
kind aukist verulega. Má þar þakka al-
mennt betri fóðrun. Frá ári til árs viður-
kenna æ fleiri bændur, að beitarsnöp til-
heyri fortíðinni. Þó eru margir, sem ekki
hafa náð settu marki, eru enn að hluta
andlega háðir fóðursparnaðarstefnu fortíð-
arinnar, þótt sparnaðar gæti eigi á ýmsum
öðrum sviðum lífsviðhorfs og lifnaðar.
Þessir bændur búa við slæman vítahring.
Þeir eru verr settir en starfsbræður þeirra,
er lifa í lágmarki og kröfulausir á öllum
sviðum. Þá skortir aðeins herslumuninn til
að ná settu marki. Þeir eyða miklu fóðri
en ekki endilega á réttum skeiðum og
spara viðbótarögnina, sem gefur arðinn.
Þessu til áréttingar skal ég drepa á at-
hugun, sem gerð var á Hólum í Hjaltadal
á árunum milli 1950 og ’60, en þá var mönn-
um ekki almennt fyllilega ljóst, hvernig
skyldi fóðra. Ærnar bjuggu við sama at-
læti framan af vetri, hluti var tekinn á
fengieldi, og voreldi frá 1. apríl, en sama
fóðrun var á báðum flokkum um miðjan
vetur. Taðan var mjög góð á Hólum þenn-
an vetur og þyngdist samanburðarflokkur
um 8 kg frá hausti til vors en eldisflokkur
um 11—12 kg. Ær í eldisflokki fengu 250 g
af kjarnfóðri á dag í aprílmánuði, saman-
burðarær þá ekkert kjarnfóður en sama
heymagn. Eftir burð var gjöfin eins í báð-
um flokkum af heyi og kjarnfóðri en að
mestu var ánum sleppt jafnóðum eftir burð
6
F R E Y R