Freyr - 01.01.1975, Blaðsíða 23
GUÐMUNDUR JÓNSSON:
Upphaf landbúnaðarrannsókna
á íslandi
Guðmundur Jónsson, fyrrverandi
skólastjóri Hvanneyri.
Á þessu ári (1974) má segja, að liðnir séu
3 aldarfjórðungar síðan, fyrsti hornsteinn-
inn var lagður að tilraunastarfi og land-
búnaðarrannsóknum hér á landi. Þar á ég
við, er Alþingi veitti Búnaðarfélagi íslands
árið 1899 kr. 3.500,00 á næsta fjárhagstíma-
bili (2 ár) „til stofnunar gróðrarstöðvar í
Reykjavík“. En Búnaðarfélag íslands var
einmitt stofnað það ár (1899) upp úr Bún-
aðarfélagi suðuramtsins.
Að vísu má segja, að einstakir framfara-
menn, svo og Búnaðarfélag suðuramtsins,
hafi unnið að þessum málum beint og ó-
beint áður um langt árabil, en skipulagt
tilraunastarf hófst fyrst um og upp úr síð-
ustu aldamótum.
Af forgöngumönnum á þessu sviði skulu
hér nefnd fáein dæmi.
1. NOKKRIR FYRIRRENNARAR.
Vísi-Gísli sýslumaður á Hlíðarenda í
Fljótshlíð nam búfræði og náttúrufræði
meðal annars í Hollandi, eftir að hafa lokið
lögfræðinámi sínu í Kaupmannahöfn. Um
miðja 17. öld ræktaði hann um 20 tegundir
af garðjurtum, svo og korn og trjátegundir.
Árangurinn varð að vísu ekki mikill af
þessari ræktun og næstum engir notfærðu
sér reynslu hans enda ekki bjart yfir þjóð-
lífi okkar á þeim tíma.
Um það bil einni öld síðar gerðist annar
embættismaður mikill frömuður í ræktun-
armálum, en það var Björn Halldórsson í
Sauðlauksdal. í um 700 fermetra garði
ræktaði hann margar tegundir garðjurta,
meðal annars kartöflur. Fyrstu kartöflu-
uppskeru fékk hann 1760, aðeins um 10 ár-
um eftir að farið var að rækta þær í Dan-
mörku og Noregi. Björn gerði tilraun með
að veita vatni á tún og alkunnur er garð-
urinn Ranglátur, sem hann fékk sveitunga
sína til þess að reisa með sér í því skyni
að hefta sandfok, fyrstu tilraun í því efni
hér á landi.
Þriðja embættismanninn mætti og nefna
í þessu sambandi, en það var Magnús Ket-
ilsson sýslumaður í Búðardal. Hann bjó í
Búðardal í Skarðsströnd um 40 ára skeið
til dauðadags 1803. Hann gerði margs konar
athuganir með hirðingu sauðfjár og erlent
sáðgresi og skrifaði um það bækur. Var
hann til fyrirmyndar bændum á margan
hátt.
Um miðja 19. öld verður vart talsverðra
framfara og nýjunga á sviði landbúnaðar
hér á landi. Vafalaust má rekja þær að
miklu leyti til utanferða ungra manna,
fyrst til Danmerkur á árunum 1815—1835
F R E Y R
15