Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1975, Blaðsíða 11

Freyr - 01.01.1975, Blaðsíða 11
Gísli Kristjánsson kveður les- endur Freys og þakkar góð samskipti í 29 ár. Hann þakk- ar öllum þeim sem skrifað hafa í blaðið og lagt því til efni, að jafnaði 60—70 manns á ári. Lesendur FREYS vildu örugg- lega þakka Gísla fyrir sig, þakka hans óþreytandi elju- semi og sívakandi áhuga á velfarnaði landbúnaðarins. Gísli starfar áfram fyrir Bún- aðarfélag íslands. Hann mun eiga efni í nœstu blöðum FREYS. Félagsskapur undirritaðs og Freys hefur nú staðið svo lengi, að mál er að linni. Við fœddumst báðir árið 1904, árið sem þjóðin fékk heimastjórn. Þá voru hér aðeins örfáar stéttir þjóðfélagsþegna. Nú eru þœr margar. Bœndastéttin hefur dregist saman að mannfjölda en eflst stórlega í athöfn- um og afrekum, í menntun og menningu, þótt ýmsir sakni hins horfna. Rás tímanna verður ekki stöðvuð. Það er lögmál lífsins, að sjötugur maður sé kominn á hnignunarskeið á vettvangi starfsins. Sjötugt tímarit getur hinsvegar haldið áfram að vaxa og þroskast og ég vona og óska og; veit að svo muni reynast í forsjá þess, er við tekur og svo koll af kolli. Hvort penni minn þorrnar til fulls er hér sleppir skal ósagt látið, en kveðjur til bœndanna og sveitanna skulu hér tjáðar að lokum með virðingu og þökkum. F R E Y R 3

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.