Freyr - 01.01.1975, Qupperneq 29
Á sama stað var haustið 1918 gerð tilraun
með síldargjöf handa mjólkurkúm með
haustbeit.
Haustið 1921 var undir stjórn Þóris Guð-
mundssonar kennara á Hvanneyri byrjað á
fóðrunartilraunum með sauðfé á 5 stöðum:
Bændaskólunum á Hvanneyri og á Hólum,
Leifsstöðum í Eyjafirði, Ketilsstöðum í S.-
Múlasýslu og Hala í Rangárvallasýslu. Til-
gangur tilraunanna var að „finna hlutfalls-
legt fóðurgildi þerra fóðurtegunda, sem
rannsakaðar hafa verið, samanborið við
rúgmjöl“.
Veturinn 1921—1922 gerði Búnaðarfélag
íslands smá tilraun með að gefa lýsi í und-
anrennu og spara þar með nýmjólk í fóðri
kálfa. Sams konar tilraun var gerð á
Hvanneyri fáum árum síðar.
g. Rannsóknastofa.
Efnarannsóknastofa íslands var sett á stofn
í Reykjavík 1906, og var forstöðumaður
hennar Ásgeir Torfason. Hann efnagreindi
fóður, áburð, mjólk og hvað annað, sem um
var beðið. Búnaðarfélag íslands styrkti
bændur fjárhagslega til þess að notfæra
sér þessar rannsóknir og í mörgum tilfell-
um studdu þær tilraunastarfið. Ásgeir
Torfason var fyrsti efnafræðingur lands-
ins. Hann var sonur Torfa í Olafsdal.
h. Sandgræðsla.
Það verður tæpast sagt, að eiginlegar til-
raunir með sandgræðslu hafi verið gerðar
hér á landi. Hins vegar hafa allt frá tíð
Björns Halldórssonar og Sæmundar Eyj-
ólfssonar og einkum frá upphafi starfs
Gunnlaugs Kristmundssonar 1907 verið
gerðar mikilvægar athuganir á vinnu-
brögðum og aðferðum við sandgræðslu,
einkum með friðun, skjólgörðum og sán-
ingu.
* ❖ ❖
Ég hef nú lýst í stórum dráttum fyrsta
tímabili tilraunastarfs hér á landi, en það
nær yfir um það bil fyrsta fjórðung þess-
Tilraunareitir á Hvanneyri. — Þar hafa verið gerðar miklar
jarðrœktartilraunir síðastliðin 20 ár.
arar aldar. Tilraunirnar voru aðallega varð-
andi jarðrcekt og garðrækt og gerðar á litl-
um landssvæðum •— gróðrarstöðvum —,
þar sem fjölbreytni í tilraunaverkefnum
var takmörkuð og möguleikar á aukningu í
starfi ekki miklir.
Efnagreiningar hefjast snemma á þessu
tímabili en voru fremur lítið notaðir í til-
raunum fyrst í stað.
Fóðrunartilraunir á búfé og upphaf verk-
færaprófana má einnig rekja til þessa
tímabils.
Segja má, að árangur tilraunastarfsins
hafi á þessu fyrsta tímabili verið furðu
mikill, þrátt fyrir takmarkað fé, lítið og
einhæft land og fáa tilraunalærða menn.
Hinn góða árangur má vafalaust þakka
frábærum dugnaði og árvekni tilrauna-
mannanna og glöggskyggni um það, hvaða
verkefni þurfti að taka til rannsókna. Þar
ber hæst Einar Helgason í Reykjavík og á
Akureyri þá Sigurð Sigurðsson og Jakob
H. Líndal.
F R E Y R
21