Freyr - 01.01.1975, Blaðsíða 20
Veðurhæð og vindhraði
Veðurhæð Vindstig Heiti Hraði (hnútar) Áhrif á landi Áhrif á rúmsjó
0 Logn Minna en 1 Logn, reyk leggur beint upp. Spegilsléttur sjór.
1 Andvari 1-3 Vindstefnu má sjá á reyk, en flögg hreyfast ekki. Smágárur myndast, en hvítna hvergi.
2 Kul 4—6 Vindblær finnst á and- liti. Skrjáfar í laufi. Lítil flögg bærast. Ávalar smábárur myndast. Gíampar á þær, en ekki sjást merki þess, að þær brotni eða hvítni.
3 Gola 7-10 Lauf og smágreinar titra. Breiðir úr léttum flöggum. Bárur, sem sumar hverjar brotna og glitrar á. Á stöku stað hvítnar í báru (skýtur fuglsbringum).
4 Stinningsgola Blástur 11-16 Laust ryk og pappírs- sneplar taka að fjúka. Litlar trjágreinar bærast. Allvíða hvítnar í báru.
5 Kaldi 17-21 Lítil lauftré taka að sveigjast. Freyðandi bárur á stöðuvötnum. Allstórar öldur myndast (hugsanlegt að sums staðar kembi úr öldu).
6 Stinningskaldi Strekking.ur 22-27 Stórar greinar svigna. Hvín í símalínum. Erf- itt er að nota regnhlífar Stórar öldur taka að myndast, sennilega kembir nokkuð úr öldu.
7 Allhvass vindur (Allhvasst) 28-33 Stór tré sveigjast til. Þreytandi að ganga móti vindi. Hvít froða fer að rjúka í rákum undan vindi.
8 Hvassviðri 34-40 Trjágreinar brotna. Erfitt að ganga á móti vindinum. (Menn „baksa“ á móti vindi). Löðrið slítur sig úr ölduföldun- um og rýkur í greinilegum rákum undan vindi. Holskeflur taka að myndast.
9 Stormur 41-47 Lítilsháttar skemmdir á mannvirkjum (þak- hellur fara að f júka). Varla hægt að ráða sér á bersvæði. Þéttar löðurrákir í stefnu vindsins. Særokið getur dregið úr skyggninu. Stórar hol- nkeflur.
12
F R E Y R