Freyr - 01.01.1975, Blaðsíða 18
Hafið samband við
dýralœkni og við
Keldur ef óþekktir
lambakvillar koma
upp.
Athugið aukna
fóðurþörf fyrir burð.
Fylgist vel með
fóðurþörf eftir burð.
leitað væri orsaka. Tilraunastöð Háskólans
í meinafræði að Keldum er öll af vilja
gerð að hjálpa bændum í baráttu þeirra
við búfjársjúkdóma. En þá þurfa bændur
í mörgum tilvikum að senda stöðinni sýni
til rannsóknar, svo að staðfesta megi sjúk-
dóma og orsakir. Farist lömb úr vafasöm-
um eða óþekktum sjúkdómi, er sjálfsagt að
senda hræið til rannsóknar að Keldum og
ástæðulaust að bíða eftir, að fleiri lömb
drepist. En gæta verður að frysta skrokk-
inn strax og senda með greiðri ferð að
Keldum.
Síðustu vikur fyrir burð þarf ærin um
1 F.E. á dag í frjósömum hjörðum. Heyin
frá sumrinu ’73 voru yfirleitt orkumikil
og próteinauðug. Að meðaltali yfir landið
í heild þurfti ekki nema 1,8 kg í F.E. og af
mörgum sýnum þurfti ekki nema 1,4 — 1,5
kg í F.E. Hins vegar hefði verið full þörf
á að gefa steinefnablöndu með heyjunum,
sérstaklega skorti víða kalsíum. Eftir burð-
inn þarf einlemban 1,3 F.E á dag eða 2,3
kg af meðaltöðu og tvílemban 1,7 F.E.
eða 3 kg af töðu á dag. Tvílemban mun
að sjálfsögðu þurfa kjarnfóðurgjöf með
heyjunum, þar sem fáar munu éta nóg af
töðu einni saman. Hversu mikið kjarnfóður
þarf að gefa tvílembum, fer eftir ýmsu, t. d.
gæðum heyja, aldri og holdafari ánna og
átlyst þeirra. En láta mun nærri í meðal-
hjörð að gefa þurfi kindinni 500—800 g á
dag. Hins vegar mun rétt að vera ekki
kominn í hámarks-kjarnfóður fyrr en á 4.
■—•5. degi eftir burð.
Reynsla hefur kennt hverjum einstökum
ýmsa háttu varðandi sambýli og fjölbýli
ánna og umhirðu lambfjár í húsum á sauð-
burði. En mikið atriði er, að tvílembingar
venjist mæðrum, áður en flutt er í fjölbýli,
og að öruggt lambavar sé í krónum. Ég hef
séð með ólíkindum margar tvílembur laus-
gangandi án vandræða í sömu kró.
Hér hefur verið drepið á fáein atriði,
sem mættu vera til að auka arðsemi fjár-
búanna. En góður arður næst ekki með
skammtíma, einstakri umsjón heldur þarf
þar til markvisst starf, þar sem enginn
hlekkur má vera veikur. Sumir bændur
hafa þegar náð ágætri arðsemi af fjárbúum
sínum, en aðrir standa enn allt of langt að
baki. Hjá þeim má ekki vera bið á bættum
búskaparháttum.
10
F R E Y R