Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1975, Page 25

Freyr - 01.01.1975, Page 25
til Danmerkur á árunum 1894—1897. Stundaði hann meðal annars garðyrkjunám við danska Búnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn veturinn 1898—1899. Honum var falin forstaða gróðrarstöðvarinnar frá upphafi, og rækti hann það starf af miklum dugnaði og samviskusemi fram undir 1920. Fyrstu tilraunirnar voru hafnar í gróðr- arstöðinni vorið 1900. í fyrstu voru þær ekki margar, enda þurfti að girða og ræsa landið og mylda með jarðvinnslu, en strax á 2. og 3. ári fjölgaði þeim verulega. Ekki er unnt að gera sér grein fyrir fjölda til- raunareita, en víst er, að þeir hafa fljótlega numið mörgum hundruðum. Nokkuð mun hafa dregið úr tilraunastarfseminni stríðs- árin 1914—1918 og þar til 1920, er þeir voru ráðnir að gróðrarstöðinni Metúsalem Stef- ánsson og Ragnar Ásgeirsson. Störfum þeirra verður ekki gerð skil í þessari grein. Allt frá 1904 voru bændur fengnir til þess að gera tilraunir með sams konar verk- efni og gróðrarstöðin hafði með höndum. Voru þeir jafnan milli 10 og 20, dreifðir um Suður- og Vesturland. Þessar dreifðu tilraunir voru með tilbúinn áburð, afbrigði af kartöflum og öðrum garðjurtum, teg- undir af erlendum grastegundum o. fl. verkefni til stuðnings niðurstöðum úr til- raunum gróðrarstöðvarinnar. Þá voru nokkrir bændur (5—10) fengnir til þess að koma upp hjá sér „sáðlendis- sýnisreitum“. Þeir voru girtir og í þá sáð garðjurtum, korntegundum, heilgrösum og belgjurtum. Átti með reitunum að sýna bændum í nágrenni þeirra, hvað hægt væri að rækta. Oft var aðeins ein tegund gróðurs á hverjum stað en stundum fleiri. b. Gróðrarstöðin á Akureyri. Ræktunarfélag Norðurlands var stofnað á Akureyri árið 1903 fyrir atbeina Sigurðar Sigurðssonar þáverandi skólastjóra á Hól- um í Hjaltadal (síðar búnaðarmálastjóra), Páls Briems amtmanns og Stefáns Stefáns- sonar síðar skólameistara. Tilgangur félags- ins var „að láta gera nauðsynlegar tilraunir til jarðræktar á Norðurlandi og að útbreiða meðal almennings þekking á öllu því, er að jarðrækt lýtur og líkindi eru til, að komið geti að gagni“. Almenningur tók félaginu mjög vel og var starfssvið þess Húnavatnssýslur, Skagafjarðarsýsla, Eyjafjarðarsýsla og Þingeyjarsýslu. í árslok 1903 voru félagar 665 að tölu, en meðlimagjaldið var árlega 2 krónur á mann. í árslok 1906 var fjöldi meðlima um 900 Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar sam- þykkti á fundi sínum 16. júní 1903, „að Ræktunarfélag Norðurlands skyldi fá 10 dagsláttur kringum Naustagil og 15 dag- sláttur uppi á brekkunum sunnan við Naustatún ókeypis til eignar“ og skyldi vissum skilyrðum fullnægt í sambandi við gjöf þessa. Hugmyndina að stofnun Ræktunarfélags- ins átti Sigurður Sigurðsson. Kom hún fyrst fram á bændanámskeiði á Hólum í marsmánuði 1903. Stofnfundur var haldinn þar 11. júní 1903 og Páll Briem amtmaður kosinn fyrsti formaður félagsins. Stofnend- ur voru 46. Strax vorið 1903 var land félagsins girt og unnið. Margir unnu þar í sjálfboða- vinnu. Einnig reist hús úr timbri. Jarð- ræktartilraunir voru hafnar með áburð og grasfræ vorið 1903, en 1904 var bætt við tilraunum með kartöflur og aðrar tegundir garðjurta, korn, blóm, tré og runna. Einnig voru þá reynd jarðvinnslu- og handverk- færi til landbúnaðarstarfa. Árið 1904 voru gerðar tilraunir með til- búinn áburð hjá 33 bændum á Norðurlandi og var þeirri starfsemi haldið áfram á næstu árum. Sama ár var hafinn undir- búningur að stofnun útibúa frá gróðrar- stöðinni á Akureyri. Skyldi þar gera sömu tilraunir og í aðalstöðinni, svo að ábyggi- legri árangur fengist, og til þess að útbreiða þekkingu meðal almennings á starfinu. Engin vettlingatök voru því viðhöfð í til- raunastarfinu, enda stjórnaði Sigurður Sig- urðsson því jafnhliða skólastjórastarfinu á F R E Y R 17

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.