Freyr - 01.01.1975, Blaðsíða 21
VeSurhæð Vindstig Heiti Hraði (hnútar) Ahrif á landi Áhrif á rúmsjó
10 Rok 43-55 Fremur sjaldgæft í inn- sveitum; tré rifna upp með rótum; talsverðar skemmdir á mannvirkj- um. Mjög stórar holskeflur. Stórar löðurflygsur rjúka í þétíum, hvítum rákum eftir vindstefn- unni. Sjórinn er nær því hvítur yfir að líta. Dregur úr skyggni.
11 Ofsaveður 56-63 Sjaldgæft í innsveitum, miklar sltemmdir á mannvirkjum. Geysistórar öldur, (bátar og miðlungs stór skip geta horfið í öldudölunum). Sjórinn al- þakinn löngum, hvítum löður- rákum. Alls staðar rótast öldu- faldarnir upp í hvíta froðu. Dregur úr skyggni.
12 Fárviðri 64 og meira Loftið er fyllt særoki og löðri. Sjórinn er alhvítur af rjúkandi löðri. Dregur stórlega úr nkyggni.
heitum vindstiga á bilinu 4—7. Nú heita 4
vindstig stinningsgola eða blástur, en voru
áður nefnd kaldi. Orðið kaldi er hins vegar
nú notað um 5 vindstig, sem áður hétu
stinningsgola. Þarna hefur nöfnum hrein-
lega verið víxlað. Heiti 6 vindstiga er ó-
breytt, þ. e. stinningskaldi, en tekið er upp
að auki nafnið strekkingur. í stað heitisins
snarpur vindur fyrir 7 vindstig er svo kom-
ið allhvass vindur eða allhvasst.
Því miður er það svo, að eitt vindstig-
anna, stinningsgola (4 vindstig) er hálfgert
olnbogabarn. Hefur nafnið ekki fest rætur,
þótt um algenga veðurhæð sé að ræða, og
er það t. d. aldrei notað í veðurspám Veð-
urstofunnar. í þeim er talað um golu og
kalda, en ekkert þar á milli.
Eitt atriði veldur stundum nokkrum
ruglingi, en það er fjöldi vindstiganna.
Lengi vel var vindkvarðinn framlengdur
allt upp í 17 vindstig, þrátt fyrir þá stað-
reynd, að ekki er nokkur leið, án mæli-
tækja, að greina, hvaða vindstig beri að
velja, þegar á annað borð er komið fár-
viðri. Alþjóðaveðurfræðistofnunin tók það
því til bragðs að hætta að nota fleiri vind-
stig en 12, og telst því allur vindur, sem
nær 64 hnútum, fárviðri eða 12 vindstig. Á
þeim veðurstöðvum, sem hafa vindmæla er
þó eftir sem áður mældur raunverulegur
vindhraði, og er hann þá auðvitað gefinn
upp í vindhraðaeiningum, en ekki vind-
stigum.
* * *
Úr því að farið er að ræða um mælingu
og mat á vindhraða, er ekki úr vegi að líta
einnig svolítið á niðurstöður mælinga.
Hérlendis er vindhraði að jafnaði meiri
en í nágrannalöndum okkar. Ræður þar
mestu afstaða landsins til meginbrauta
lægða á Norður-Atlantshafi, auk þess sem
fremur lítilla meginlandsáhrifa gætir. Þó
er verulegur munur á vindhraða á annesj-
um og í innsveitum. Mánaðarmeðaltöl
vindhraða við strendur landsins eru víða
8—14 hnútar (4—7 m/sek), og eru hærri
F R E Y R
13