Freyr - 01.01.1975, Blaðsíða 28
3. TILRAUNASTARFIÐ.
a. Aburðartilraunir.
Reyndar ýmsar tegundir af tilbúnum á-
burði einar sér og í blöndu, fyrir grasteg-
undir og garðjurtir.
Borinn saman tilbúinn áburður og bú-
fjáráburður með sama magni af jurtanær-
andi efnum.
Reyndur mismunandi áburðartími.
Mismunandi magn af áburði fyrir gras,
garðjurtir, korn og grænfóður.
Kannað áburðargildi í mó, rotnuðum
þara, hvalmjöli, síldarmjöli og fiskimjöli.
b. Tegundir og afbrigði nyíjajurta.
Reyndar tegundir og afbrigði af fóðurjurt-
um: heilgrösum, belgjurtum, fóðurrófum
og grænfóðri. Mörg árin voru í tilraunum
20—30 tegundir heilgrasa, um 10 tegundir
af belgjurtum og 10 afbrigði fóðurrófna.
Reynd voru afbrigði af kartöflum, oft
fleiri tugir árlega í hverri gróðrarstöð.
Reynd afbrigði af gulrófum, oft 10 árlega
í hverri stöð.
Af grænmeti voru reyndar yfir 50 teg-
undir og nokkur afbrigði af sumum þeirra
en af blómum yfir 100 tegundir.
Af korntegundum voru reyndir hafrar,
bygg og rúgur og nokkur afbrigði af þeim,
4—8 af hverri.
c. Jarðvinnsla.
Borin saman sáðslétta, strengplæging með
og án jarðlosunar, gaddvöltun og óhreyft.
Reynt að rista ofan af sléttu landi og
ýmist leggja þökurnar yfir óhreyft undir-
lag eða losa jarðveginn.
Gróið land rispað og sáð grasfræi þar í.
d. Ýmsar tilraunir í ja.rðrækt og garðrækt.
Reyndar mismunandi grasfræblöndur.
Grasfræi sáð haust eða vor.
Kartöflur settar misdjúpt.
Spírað eða óspírað kartöfluútsæði.
Kartöflur til útsæðis klofnar eða heilar.
Mismunandi sáðtími kartaflna.
Kartöflur settar misþétt.
Reynd lyf gegn illgresi (arfa).
Rannsakað geymslutap í kartöflum og
rófum yfir veturinn.
Áhrif beitar á tún haust eða vor eða
hvort tveggja.
Reynt að súrsa rófnablöð í votheysgryfj-
um.
e. Reynd verkfæri.
Eiginlegar prófanir eða tilraunir með verk-
færi voru litlar gerðar á umræddu tímabili.
Hins vegar keyptu gróðrarstöðvarnar oft
nokkru meira af áhöldum en þær sjálfar
höfðu not fyrir, t. d. fleiri gerðir af plógum,
herfum, hestarekum, handverkfærum o. fl.
tækjum til þess meðfram að reyna þau og
geta leiðbeint bændum um, hvaða gerðir
mundu henta þeim best.
Á búsáhaldasýningunni í Reykjavík 1921
voru reyndar 3 gerðir af plógum, 3 gerðir
af herfum, 6 gerðir af sláttuvélum og
nokkrar fleiri vélar og verkfæri.
f. Tilraunir með búfé.
Engar sérstakar stöðvar voru til hér á landi
á því tímabili, sem hér er fjallað um, fyrir
búfjártilraunir. Hins vegar gerðu búnaðar-
skólarnir athuganir, og tilraunir í þessu
efni og fóðrunartilraunir voru gerðar á
nokkrum stærri búum hjá bændum. Skal
nú drepið á nokkuð af því helsta, sem gert
var í þessu efni.
IngimuncLur Guðmundsson búfræðikand-
ídat byrjaði fyrstu flokkatilraun hér á
landi á Hvanneyri 1912. í þessari tilraun
var borið saman þurrhey, vothey og kjarn-
fóður. Páll Zóphóníasson hélt tilrauninni
áfram 1914 eftir lát Ingimundar og gerði
hana upp. Tilraunin var með mjólkurkýr.
Á Síðumúla í Borgarfirði var vetuma
1914—1915 og 1915—1916 gerð fóðurtilraun
á sauðfé, þar sem borið var saman hey,
lýsi, síldarmjöl og maís.
Tilraun með hámarksgjöf á votheyi fyrir
kýr var gerð í Einarsnesi í Mýrasýslu vet-
urinn 1917—1918.
20
F R E Y R