Freyr - 15.06.1983, Qupperneq 10
Ræktunarfélag Norðurlands 80 ára
Rœktunarfélag Norðurlands er ein elsta og merkilegasta stofnun í íslenskum landbúnaði,
það er 80 ára nú á þessu ári. Félagssvœði þess er Norðurland allt frá Hrútafirði að
Grunnólfsvíkurfjalli. Fyrstu stjórn Rœktunarfélagsins skipuðu þeir Páll Briem, amt-
maður, Sigurður Sigurðsson, síðar búnaðarmálastjóri, og Stefán Stefánsson, síðar
skólameistari. I stjórninni sitja nú Egill Bjarnason, ráðunautur, Helgi Jónasson, bóndi
og Ævarr Hjartarson ráðunautur.
Rœktunarfélagið stofnaði fyrstu tilraunastöðina í jarðrœkt Itér á landi utan Reykjavík-
ur og rak hana í rúm 40 ár. Nú er félagið að hefja tilraunastarf á Möðruvöllum í
Hörgárdal.
I efnarannsóknarstofu félagsins á Akureyri sem nú hefur starfað um 20 ára skeið eru
efnagreind jarðvegs- og heysýni fyrir bœndur á Norðurlandi.
Óseyri 2 á Akureyri, aðsetur Ræktunarfélags Norðurlands. Parhafa einnig aðsetur Rannsóknarstofa Rœklunarfélagsins, Búnaðar-
samband Eyjafjarðar, Búnaðarbókasafnið, Byggingafulltrúarfyrir Eyjafjarðarsvœðið og Ungmennasamband Evjafjarðar.
(Ljósm. Freyr - J.J.D.).
458 — FREYR