Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1983, Blaðsíða 11

Freyr - 15.06.1983, Blaðsíða 11
Þannig var umhorfs í tilraunastöðinni á Akureyri árið 1904. Starfsmönnum, sem líklega hafa verið þarna á námskeiði, er raðað til myndatöku, verkfœraskúr er í baksýn. Þarna átti síðar eftir að rísa Gróðrarstöðin. Sigurður Sigurðsson. arfélagsins og sá sem ruddi því brautina. Hann var fyrsti fram- kvæmdastjóri félagsins auk skóla- stjórnar á Hólum og hann var sá sem vann ötullegast að því að kynna almenningi hugsjónir þess og markmið. Sigurður var maöur með köllun til starfs. Hann var fæddur foringi sem hreif alla með sér og á athafnasamri ævi vann hann gifturíkt starf í þágu íslensks landbúnaðar. Gróðrastöðin. Stefnuskrá Ræktunarfélagsins er að finna í 2. grein félagslaganna, en þar segir að tilgangur félagsins sé: 1) Að láta gera nauðsynlegar tilraunir til jarðræktar á Norður- landi. 2) Að útbreiða meðal al- mennings þekkingu á öllu því sem að jarðrækt lýtur, og líkindi eru til að komi að gagni. Þá er það markmið sett í 3. gr. að tilrauna- stöð verði komið á fót á Norður- landi. Öllum þessum stefnumið- um hefur verið fylgt í starfi Rækt- unarfélagsins. Akureyrarbær gaf félaginu land undir tilraunastöð árið 1904. Var þegar hafist handa að girða, ræsa og brjóta landið. Hafnar voru til- raunir með sáningu grasfræs og á nokkrum stöðum voru gerðar til- raunir með áburð. Er talið að þá hafi tilbúinn áburður fyrst verið reyndur norðanlands. Tré voru gróðursett í landi félagsins, hafin Stefán Stefánsson. maður sem vildi reisa atvinnuvegi landsins og þá ekki síst landbún- aðinn á vísindalegum grundvelli. Hann dó fyrir aldur fram aðeins 48 ára að aldri. Stefán Stefánsson varð formaður eftir Pál og allt til dauðadags 1921. Hann var glæsi- legur vísindamaður og skólamað- ur og þekktur heima og erlendis fyrir brautryðjendastörf sín í ís- lenskri grasafræði. Sigurður Sigurðsson frá Drafla- stöðum var yngstur þessara manna. Hann varð vegna mennt- unar sinnar sérfræðingur Ræktun- Páll Briem. Um miðbik aldarinnar hnignaði starfsemi félagsins, m. a. vegna skipulagsbreytinga í tilraunamál- um, en síðustu tvo áratugi hefur starf þess eflst með nýjum við- fangsefnunt. Félagið hefur nú tvo sérfræðinga í þjónustu sinni, en meginverkefni þess er rekstur og umsjá Rannsóknarstofu Norður- lands og Tilraunastöðvarinnar á Möðruvöllum. Frumherjarnir. Formaðurinn, Páll Briem, var eld- hugi en þó raunsær og víðsýnn FREYR — 459

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.