Freyr - 15.06.1983, Qupperneq 15
Rannsóknarstofa Ræktunarfélags Norðurlands
efnagreinir allt að 1800 sýni frá bændum á ári
Þórarinn Lárusson fóðurfræðingur tók við framkvœmdastjórn Rœktunarfélags Norður-
lands árið 1981 af Jóhannesi Sigvaldasyni. Fréttamður Freys bað Þórarin að segja
lesendum frá starfi hans hjá stofnuninni.
Rannsóknarstofa Ræktunarfé-
lags Norðurlands tók til starfa árið
1964 og hófst þá endurreisnar-
tímabil í starfi Ræktunarfélagsins,
sagði Þórarinn.
A rannsóknastofunni eru eink-
um efnagreind jarðvegs- og
heysýni af Norðurlandi. Ar hvert
berast jarðvegs- og heysýni til
efnagreiningar víðsvegar að úr
fjórðungnum.
Við vinnum hér tveir sérfræð-
ingar, Bjarni Guðleifsson og ég.
Við skiptum þessu þannig milli
okkar að ég er aðallega með fóð-
urfræði en Bjarni sér um jarðvegs-
fræðina. Rekstri Rf.Nl. fylgir ým-
islegt vafstur, sem ekki þarf að
tíunda. Að öðru leyti er starf mitt
leiðbeiningar í sérgrein minni. Þær
leiðbeiningar byggjast að nokkru
leyti á þeim efnagreiningum, sem
hér eru stundaðar á heyi frá bænd-
um og á rannsóknum og athugun-
um sem hér hafa verið gerðar.
Meltanleikarannsóknir byrjuðu
hér að marki árið 1973, en áður
Pórarinn Lárusson.
höfðu aðrar efnagreiningar á heyi
verið gerðar frá því árið 1964 er
rannsóknarstofan var stofnsett.
Nota bændur sér mikiö þessa
þjónustu?
Já, ég held ég megi segja það. Það
eru efnagreind sextán- til átján-
hundruð sýni á ári og sá fjöldi
hefur verið stöðugur allan tímann.
Þetta eru mikið sömu mennirnir
sem láta efnagreina. Sumir láta
taka sýni annað og þriðja hvert ár,
en við erum búnir að efnagreina
hjá flestum bændum á svæðinu
einhvern tímann á þessu tímabili.
En að jafnaði er tæpur helmingur
bænda á félagssvæðinu fastir við-
skiptavinir rannsóknarstofunnar.
Sýnin berast okkur frá ráðu-
nautum víðsvegar að af Norður-
landi og einnig frá öðrum búnað-
arsamböndum, sérstaklega frá
Austurlandi.
Unnið er úr sýnum hér á
rannsóknarstofunni frá því í byrj-
un september og fram yfir áramót
og erum við þá að jafnaði fimm
hérna á stofunni. Eftir þann tíma
erum við með sem svarar þremur
stöðugildum. Nú vinna hér tvær
stúlkur hálfan daginn hvor. Hér
eru líka stundaðar aðrar efna-
greiningar, fyrir ýmsa aðila. Við
höfum t. d. gert talsvert af því að
efnagreina loðdýrafóður og erum
reiðubúnir til að halda því áfram.
Á undanförnum árum höfum við
að ósk skólastjóra hér í bænum
lánað efnarannsóknastofuna
hérna til þess að kynna nemend-
um starfsemina.
Hvernig fer Ræktunarfélagið að því
að standa straum af starfsemi sinni?
í grófum dráttum kemur þriðjung-
ur frá ríkinu, annar frá búnaðar-
samböndum á Norðurlandi og
hinn þriðji fæst fyrir sýnatöku.
mið að taka vísindin í þjónustu
íslensks landbúnaðar.
Enda þótt skin og skúrir hafi
skipst á á ferli Ræktunarfélags
Norðurlands hafa forráðamenn
þess aldrei misst sjónir á upphaf-
legu markmiði sínu. Nú starfar
félagið með auknum þrótti, enda
hafa forráðamenn þess verið fund-
vísir á þörf verkefni. Ræktunarfé-
lag Norðurlands hefur með starfi
sínu í 80 ár lagt drjúgan skerf til
þess að breyta íslenskum landbún-
aði frá rányrkju til ræktunar. Það
er ósk og von Freys að félagið
megi enn um langa framtíð verða
norðlenskum landbúnaði lyfti-
stöng og stuðningur og að vegur
þess megi eflast og vaxa.
Júlíus J. Daníelsson.
Heimildir: Ársril Rœktunarfélags Norð-
urlands, einkum starfsskýrslur fram-
kvcemdastjóra og ritgerðir Jóhannesar
Sigvaldasonar, Ólafs Jónssonar og
Steindórs Sleindórssonar.
FREYR — 463