Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1983, Síða 18

Freyr - 15.06.1983, Síða 18
Ingimar Jóhannsson og Björn Jóhannesson Fiskeldi og fiskrækt í Kelduhverfi A undanförnum árum hefur Fiskifélag íslands staðið fyrir athugunum á fiskeldis- og fiskræktarstöðu í Kelduhverfi. Ljóst er að óvíða á landinu er jafn mikið af volgu lindarvatni, sem hentar seiðaframleiðslu, og í Kelduhverfi. Við Litluá í Kelduhverfi hefur Fiskifélagið í samvinnu við Krossdal hf. kannað vatnsgœði með tilliti til laxaseiðaframleiðslu. Við Litluá má áœtla að hœgt sé að fá 1—2 þús. sek/l. af 12—14°C heitu vatni, sem hentar til seiðaframleiðslu. Ingimar Jóhannsson. í Lóni í Kelduhverfi fóru á árun- um 1976—80 fram umfangsmiklar athuganir á vegum Fiskifélags ís- lands á laxeldisaðstöðu. Fisk- eldisfyrirtækið ISNO hf. (stofnað af Tungulaxi hf. og norska laxeld- isfyrirtækinu MOWI) hefur nú í framhaldi af athugunum Fiskifé- lagsins hafið rekstur tilrauna eldis- stöðvar sem er langstærsta fyrir- tæki á þeim vettvangi hér á landi. Framkvæmdastjóri ISNO hf. er Páll Gústafsson viðskiptafræðing- ur. P.O. Brandal fiskifræðingur hefur einkum unnið að þessu verkefni af hálfu norska fyrirtæk- isins MOWI. Starfsmenn ISNO hf. hafa safnað þeim upplýsingum sem hér koma fram um laxeldið í Lóni. Hér á eftir verður stuttlega gerð grein fyrir laxeldinu í Lóni 1981—1982 og athugunum á volgu lindarvatni við Litluá. Framkvæmd tilrauna. Fyrstu laxeldistilraun ISNO lagsins í flotkvíum í Lóni hófst júní 1980. Vaxtarhraði í þeirri ti raun varð ekki eins og best verði á kosið, og náðist fiskurinn í ui 2.5 kg meðalþyngd eftir um 2 mánaða eldi. Einkum var það U leg vinnuaðstaða í Lóni, sem oli því að ekki var hægt að fóðr; fiskinn reglulega. Aðstaðan va hinsvegar bætt sumarið 1982 o{ byggð bryggja ásamt skemmu oj íbúðarhúsi. Með þessari bættu að stöðu er hægt að sinna eldinu mun betur, og kemur það einkum fram í jafnari og meiri fóðurgjöf og örari vaxtarhraða fisksins. Úr fyrstu tilraun ISNO í Lóni, sem hófst sumarið 1980, var slátr- að haustið 1981 og 1982 um 12 tonnum af laxi, en auk þess voru 1000 fiskar teknir til áframhald- andi eldis og hrognatöku síðar. Yfirlit yfir fjölda og stærð laxa í flotbúrunum í Lóni, vaxtarhraða, fóðurnotkun. Nú eru í eldi í Lóni um 55 þúsund laxar. Til samanburðar má geta þess að heildarstangveiðin á landinu var sl. sumar um 35 þús- und laxar. Eldið fer fram í 10 búrum, sem hvert um sig er 144 m: að flatar- máli og um 7 m að dýpt. Laxinn er alinn á norsku þurrfóðri (Skrett- Björn Jóhannesson. ing). Til að framleiða 1 kg af fiski hefur þurft um 2 kg af þurrfóðri. Á línuriti 1 og 2 má sjá vöxt fisksins á mismunandi tímum. Á línuriti 2 má sjá vaxtarhraða fisks af Kollafjarðarstofni og fisks af Laxamýrarstofni á árinu 1982. Mjög fróðlegt verður að fylgjast með vexti þessara fiskstofna, og þó einkum hvort Kollafjarðar- stofninn verður snemma kyn- þroska í eldinu. Hlutfall kynþroska fisks í búr- unum er mjög mismunandi. í búri nr. 3 (1 árs seiði við upphaf eldis í Lóni frá Tungulaxi; eldi í Lóni hófst í júní 1981) var hlutfall kyn- þroska lax um 40% eftir 17 mán- aða eldi í Lóni. í búri nr. 4 (2 ára seiði við upphaf eldis í Lóni, frá Tungulaxi: eldi í Lóni hófst í júní 1981) var hlutfall kynþroska lax 466 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.