Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1983, Blaðsíða 26

Freyr - 15.06.1983, Blaðsíða 26
þar sem meiri hluti af þeim laxi sem sleppt var, dvelur 2 ár í sjó. Fyrstu sleppingar Fiskifélagsins í Lón sumarið 1978 virtust lofa mjög góðu og veiddust í net sam- tals tæp 6% og var sá lax að mestu stórlax (2 ár í sjó). Seinni slepp- ingar Fiskifélagsins hafa ekki skilað eins góðum árangri. Ljóst er að veiðar Færeyinga í sjó virðast hafa mikil áhrif á laxa- gengd, einkum á Norðaustur- og Austurlandi. Það má því ætla að árangur af hafbeitartilraunum verði ekki nægjanlega góður á meðan mikill hluti hafbeitarlaxins er veiddur á hafi. Úthafsveiðar Færeyinga þarf því tafarlaust að stöðva, til að tryggja framþróun til hafbeitar. Heimildir: 1. Aðalsteinn Sigurðsson. Rannsóknir í Lóni í Kelduhverfi sumarið 1963. (Óbirt). 2. Ingimar Jóhannsson, Björn Jóhannes- son 1977. (Óbirt skýrsla). 3. Ingimar Jóhannsson, Björn Jóhannes- son 1979. Ægir nr. 3, 127-132, 1979. 4. Ingimar Jóhannsson, Laxeldistil- raunir í Lóni í Kelduhverfi 1980— 1982. Ægir nr. 3, 114—118, 1982. 5. Erlingur Hauksson. Könnun á botn- dýralífi í Lónum í Kelduhverfi sumarið 1979. Náttúrugripasafnið á Akureyri fjölrit nr. 11 1982. Molar Norðmenn flytja út lax fyrir jafnvirði 3 milljarða íslenskra króna á þessu ári Tekjur Norðmanna af laxeldi verða yfir 1 milljarður norskra króna (3 milljarðar ísl. kr.) á þessu ári. Á sl. ári nam það jafn miklu og togaraafla íslendinga. Laxeldi vex nú ört í Noregi eða um 50% á ári. Segir í frétt frá Norinform að í fáum atvinnu- greinum séu horfur taldar jafn góðar þarlendis og í fiskirækt. Umsækjendur um leyfi eru á löngum biðlista, en undanfarið hafa fá leyfi verið veitt. Þeir sem þegar eru komnir með fiskeldi hafa hinsvegar aukið við sig. Sjávarútvegsráðuneytið norska hefur gefið til kynna að skilyrðum fyrir leyfisveitingum verði breytt. Ef af því verður er talið að mörg ný fiskiræktarleyfi verði veitt næsta ár. Sölusamlag fiskiræktenda í Nor- egi telur að útflutningur fyrirtæk- isins verði hálfur annar milljarður norskra króna árið 1985. Spáð er gríðarlegri aukningu í fiskirækt víða um heim næstu ár, svo mik- illi, að upp úr aldamótum muni framleiðsla á ræktuðum fiski verða jafnmikil veiddum fiski. Norðmenn telja varhugavert að leggja allt í eina fiskitegund: lax. Þess vegna hyggjast þeir fitja upp á eldi annarra fiska. Þegar er nokkurt þorskeldi hafið í Noregi, og einnig urriðaeldi. Telja Norð- menn margra kosta völ í fiskeldi, Fátt er talið þrárra en sauðþráinn. Þeir Hrísbrúarfeðgar, Ólafur karl og synir hans, fóru þó létt með að sigrast á honum. 1 Innansveitar- kroniku lýsir Halldór Laxness þessum frábæru eiginleikum þeirra feðga. Þar segir m. a.: „Undur að svo lítt gánghnáir menn skyldu eyða ævinni til að reyna sig í þolhlaupi við stökkfrá- ar sauðkindur. Þó það sé lyginni líkast höfðu þessir fótstirðu menn, ekki nema í meðallagi sjónskarpir og nokkuð brjóstþúngir, einlægt betur í kapphlaupinu við þessa eldfljótu skepnu, og það kom sig af því held ég, að þeir fóru ætíð svo hægt að sauðkindin misti áhuga á leiknum; sumpart einnig af því að þó sauðkindin sé þrá þá sé vel á málum haldið, enda eru landkostir þar góðir til slíkra hluta. voru þessir menn sýnu þrárri. Þeir mistu aldrei þolinmæðina þó skepnan hlypi undir þeim í fjalli, upp snarbratta urð, sjónvitlaus af stygð. Aldrei töluðu þeir um að þetta væri erfitt, hugtakið erfitt var ekki til. Mætti bæta því við að vitrir höfundar telja þá hjátrú sprottna af getuleysi að til séu erfið verk; þau ein verk séu erfið sem unnin eru með rángri aðferð. Þó þeir sæu illa kom aldrei fyrir að kind kæmist undan þeim á fjalli, en öllu komu þeir til bygða án þess sæust á þeim þreytumerki ellegar þeir fyndu til mæði. Þeir kunnu ekki að flýta sér en þeir kunnu ekki heldur að vera of seinir." Lausl. eftir Norinform. Skijáf í skræðum__________ Rósberg G.Snædal Hrísbrúarfeðgar og sauðkindin. 474 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.