Freyr

Årgang

Freyr - 15.06.1983, Side 28

Freyr - 15.06.1983, Side 28
2. tafla. Mögulegt aukaverðmæti fyrir aukna og bætta ull. Verðlags- Ull aukin, Ull aukin, grund- óbreytt bætt völlur gæði gæði Ull, kgafkind................... 1,94 3,00 3,00 Ullalls.kg............................. 398 615 615 % í úrvali.............................. 16 16 80 %íl.flokk .............................. 45 45 20 Meðalverð á kg.................. 55,25 55,25 73.44 Verðmæti alls kr..................... 21990 333979 45166 Hlutfall .............................. 100 155 205 Aukning í kr............................. 0 11989 23176 % af sauðfjárafurðum ........... 6,6 9,9- 12,6 Aukning, kr./kind ....................... 0 58 113 úrvalsflokk, skila 22% af ullar- verðmætinu, en þau 12%, sem fara í III. flokk, skila aðeins 3% af verðmætinu. Það skiptir bændur miklu máli í hvorn þessara flokka ullin lendir. Sömu sögu er að segja um ullarþvottastöðvar og ullar- verksmiðjur. Ullin í III. flokki er svo léleg, að rætt hefur verið um það í alvöru að henda henni, því að það sem fæst fyrir hana þvegna standi ekki undir þvottakostnaði. Alhvít ull 24% verðmeiri en gul. Breyting á fjárstofninum úr gulu yfir í alhvítt hækkar ullina að öðru jöfnu í mati úr I. flokki í úrval, en það er 24% verðhækkkun. Há- marksávinningur af slíkri breyt- ingu á verðlagsgrundvallarbúi gæti orðið kr. 14,63 á kg x 398 kg = kr. 5691 alls. Þá er miðað við, að öll ullin væri í I. flokki fyrir breytingu og færi öll í úrval eftir breytingu. Breyting úr gulu í alhvítt myndi þar að auki stórbæta gærufram- leiðsluna, en ekki liggur fyrir, hve mikið það gæti orðið fyrr en hægt er að bjóða verksmiðjunum að velja alhvítar eða gular gærur á misháu verði. Aukin ull og betri flokkun. Það er hægt að gera fleira en það eitt að bæta litinn á ullinni úr gulu yfir í alhvítt. Það er hægt að auka magn ullar- innar af hverri kind með kynbót- um og bæta flokkunina á ullinni með bættri meðferð og umhirðu. Samtímis er hægt að halda miklum þroska og hárri afurðasemi í fjár- stofninum. Mikil ull, mikili frjó- semi og væn lömb eru jákvætt tengd atriði. Þegar eitt þeirra er bætt með úrvali, hreyfast hin í jákvæða átt um leið. Á Reykhólum er alhvítt fé með mikla ull, ágæta frjósemi og lamb- vænleika vel í meðallagi. Þar hafa yfir 90% af ullinni farið í úrvals- flokk, þegar best hefur látið. Meðalullarmagn af kind á Reykhólum undanfarin 7 ár (1977—1983) var 2,86 kg. Tvö ár af þessum 7 var ullin yfir 3 kg af kind. Tölurnar í dæminu í 2. töflu, 3 kg ullar af kind og 80% ullarinnar í úrval og 20% í I. flokk, eru því til í reynd. Eins og sést á 2. töflu, myndi ullarverðmætið hækka um tæpar 12000 krónur við það að auka ullarmagnið upp í 3 kg af kind með óbreyttri flokkun eða úr kr. 21990 í kr. 33979. Með því að auka ullarmagnið í 3 kg af kind og bæta flokkunina með kynbótum og bættri meðferð fást rúmar 23000 krónur aukalega fyrir ullina eða 113 krónur auka- lega eftir kindina. Það jafngildir 1,45 kjöts aukalega eftir hverja kind í verðmæti. Verðmætisaukning á ullinni er hins vegar ólíkt verðmætari fyrir bændur landsins í heild heldur en hliðstæð aukning í kjöti. Ull af þeim gæðum, sem hér er um að ræða, myndi öll seljast á fullu verði og skila þjóðarbúinu verð- mætum tekjum við útflutning á ullarvarningi. Hliðstæð aukning í kjöti myndi nema um 1000 tonnum fyrir landið í heild. Slík viðbót myndi skila bændum litlu sem engu, ef hún færi til útflutnings á markaði sem tæplega skilar nema slátur- kostnaði fyrir kjötið miðað við núverandi aðstæður. Kynbætur á kjötgæðum. Það er óraunhæft, eins og sakir standa, að reikna með því að bændastéttin í heild hafi ávinning af því að auka kindakjötsfram- leiðsluna miðað við að viðbótin fari á erlendan markað. Aukning á ullarmagni eftir kind kemur hins vegar bænda- stéttinni til góða, og sama er að segja um bætta flokkun á ullinni. Það er hugsanlega hægt að hafa ávinning af því að auka kjötgæði með kynbótum við núverandi að- stæður. Mjög mikil áhersla hefur verið lögð á bætt byggingarlag sauðfár í ræðu og riti. Lágfættir og þéttbyggðir hrútar eru valdir á sæðingastöðvarnar til að bæta byggingu og auka líkur á að lömb fari í stjörnuflokk. Stjörnulömb í 5% hærra verði en I. flokks lömb. Stjörnuflokkur er skráður á tæp- lega 5% hærra verði til bænda heldur en 1. flokkur dilkakjöts. Ef það dilkakjöt, sem nú fer í DI, færi í stjörnuflokk. myndi það hækka í verði úr kr. 77,89 í kr. 81,71 eða um kr. 3,82 á hvert kg. Kjötmagnið í DI í verðlagsgrund- vellinum er 3084 kg, og hækkunin á því í heild yrði þá kr. 11782 samtals. Þessi hækkun er reyndar alger- lega óraunhæf, því að hvergi eru til dæmi þess, að menn fái helming lambanna í stjörnuflokk hvað þá meira. En jafnvel þessi óraunhæfa hækkun vegna umbóta á kjötgæð- um er heldur minni en það, sem fengist fyrir að auka ullina úr 1,94 kg í 3 kg af kind, og ekki nema tæpur helmingur þess sem fengist 476 — FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.