Freyr - 15.06.1983, Síða 32
Arvid Kro
Lómatjörn
Loðdýrarækt
„loftbóla“ eða atvinnuvegur?
Undanfarin ár hefur margt verið sagt og skrifað um loðdýrarœkt hér á íslandi. Sumt
hefur líkst meira loftköstulum en frœðslu eða upplýsingum.
Arvid Kro er af norsku bergi brotinn og
ólst upp á Jaðrinuni, sem er á Rogalandi.
Fadir hans var loddýrabóndi. Arvid
stundaði nám á bœndaskólanum á Torpo
i Hallingdal med loðdýrarœkt sem sér-
grein. Hann kom til íslands árið 1972 og
er nú bóndi á Lómatjörn.
Áriö 1979 hófst refarækt að nýju
hér á landi, en minkarækt var
endurreist u. þ. b. 10 árunt áöur.
Síðan refaræktin hófst að nýju
hefur verið rekinn mikill áróður
fyrir henni og í dag eru hér yfir 80
refabú, dreifð um allt land og víða
eitt og eitt á stangli. Leyfisveiting-
ar hafa miðast of lítið við að
byggja upp í þyrpingum eða
kjörnum. Félagsleg samvinna og
fræðsla frá eldri búum til þeirra
yngri er nauðsynleg til þess að vel
takist til, alveg frá pörun til
skinnaverkunar.
Fóðurþátturinn er mikilvægastur.
Fóðurgæði, fóðurverð og flutn-
ingskostnað tel ég vera stærstu
atriðin hvað varðar loðdýrarækt á
íslandi, ef hún á að eiga framtíð
fyrir sér. Núverandi og verðandi
loðdýrabændur þurfa að athuga
vel hverjir þessir kostnaðarliðir
verða og ennfremur hvort grund-
völlur sé fyrir fóðurstöð í sameign
bænda eða með hreppi, kaupfé-
lagi eða frystihúsi. Mér finnst
hreppsfélög hafa gert allt of lítið af
því hérlendis að stuðla að upp-
byggingu loðdýraræktar. í Noregi
hafa hreppsfélög skipulagt loð-
dýrasvæði innan hreppanna og
það væri einnig mjög æskilegt hér,
t. d. í hæfilegri fjarlægð frá sjávar-
þorpum.
Retureða minkur?
Ég hef oft verið spurður að því
hvort það sé ekki rniklu auðveld-
ara að vinna við ref en mink. Það
er í sjálfu sér ósköp skiljanlegt að
menn spyrji þannig. Svarinu vil ég
skipta í tvo liði. Annars vegar
hvað varðar daglega hirðingu og
hins vegar tekjur. Þá skiptir að
sjálfsögðu einnig máli hve loð-
dýrabúskapurinn á að vera stór í
sniðum, þ. e. algjör aukabúgrein
(nánast tómstundaiðja) hliðarbú-
grein, aðalbúgrein eða einungis
loðdýrarækt.
Minkaræktin er hentugri sem
hliðarbúgrein eða aðalbúgrein
meðal fjárbænda þar sem vinnu-
álag stangast síður á. Mesta vinnu-
álagið við mink er í pörun frá ca
8.—27. mars, við fráfærur, sem
eru ca 6 vikum eftir got. þá í júlí—
ágúst, þegar hvolpunum er stíað í
sundur og síðast við pelsun í nóv,-
des.
Lífdýraflokkunin.
Ég kemst ekki hjá því að minnast
nokkrum orðum á lífdýraflokkun.
Framkvæmd hennar á sl. hausti
var að mínu mati skipulögð af
mikilli þröngsýni og í fjármagns-
svelti. Sennilega varð hún þó dýr-
ari en til var ætlast vegna tvíverkn-
aðar. Fyrsta vitleysan var að eng-
inn vissi hversu inargar læður
þurfti til að hafa nóg af lífdýrum
handa nýju búunum og til við-
halds og stækkunar hjá þeim
búum, sem fyrir voru. I fyrri um-
ferðinni voru einungis valin A og
B dýr. Seinni flokkunaraðferðinni
hefði betur verið sleppt, því að þá
gekk ekki sama yfir alla. Til frek-
ari útskýringar skal þess getið, að
þá átti að flokka 20% í C-flokk
miðað við þann læðufjölda, sem
fór í A og B flokka í fyrri umferð.
Á nokkruin búum var þessi flokk-
un framkvæmd þannig, að þá
fundust A og B dýr á meðal
óflokkuðu dýranna, en þegar 20%
kvótanum var náð var flokkun
hætt. Á öðrum búum var haldið
áfram að leitá eftir A og B dýrum
eftir að C-kvótanum var fullnægt.
Oft hafa verið birtar greinar
480 — FREYR