Freyr - 01.12.1984, Qupperneq 7
Hilda hf. 20 ára
Fyrir nýja hugmynd að vöru færðu eitt stig,
fyrir að framleiða hana færðu tíu stig, en fyrir
að selja vöruna færðu hundrað stig. Fetta mat
á mikilvægi sölunnar í ferli vöru frá fram-
leiðanda til neytenda mun vera japanskt, en
fáir ef nokkrir hafa náð meiri árangri við að
koma framleiðslu sinni á framfæri en Japanir
á síðustu áratugum.
Á 20 ára afmæli fyrirtækisins Hilda hf.
koma þessi spaklegu orð upp í hugann, en
fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri við að
koma á framfæri íslenskri framleiðslu og
skapa þannig miklum fjölda fólks atvinnu við
arðbær störf. Ánægjulegt er að undirstaða
hinna miklu umsvifa sem Hilda hf. hefur með
höndum er íslenska sauðkindin og íslenska
ullin en hún á sér vart eða ekki hliðstæðu
annars staðar í heiminum.
Þeir sem bera hag dreifbýlis á íslandi fyrir
brjósti eiga Hildu hf. mikið að þakka. Á
síðustu árum hafa verið stofnaðar fjölmargar
saumastofur vítt og breitt um landið sem hafa
fengið það verkefni að vinna ullarvörur til
útflutnings. Leiða má líkur að því að töluverð-
ur hluti þess fólks sem þar hefur fengið vinnu,
en obbinn af því eru konur, hefði að öðrum
kosti verið atvinnulaus. Vissulega eiga fleiri
útflutningsfyrirtæki en Hilda hf. þarna hlut að
máli en óhætt er að nefna það fyrirtæki í sömu
andrá og risana í íslenskum ullariðnaði, Ála-
foss hf. og Sambandsverksmiðjurnar.
Auk þess hefur Hilda hf. með umsvifum
sínum og kynningarstarfi lagt mikið af mörk-
um við að kynna land okkar og þjóð úti um
heim og verður seint metið hvaða árangri það
hefur skilað, t. d. við að vekja athygli ferða-
manna á íslandi.
Það er nokkuð árvisst að fundir bænda geri
samþykktir um að efla þurfi sölustarfsemi
með afurðir íslensks landbúnaðar. Oft kemur
einnig fram að hér á landi sé hörgull á
þjálfuðu fólki til sölustarfa. Það er því óhætt
að segja að Tomas Holton, stofnandi Hildu
hf., hafi komið eins og kallaður til starfa hér á
landi. Hugmyndin sem sló niður í hann að
bjóða landsmönnum sínum í Bandaríkjunum
íslenskar lopapeysur til kaups bar ótrúlegan
árangur. Síðan hefur hver nýjungin rekið aðra
hjá fyrirtækinu eins og rakið er á öðrum stað í
þessu blaði.
Ljóst er að velgengni sína á Hilda hf. því að
þakka að stofnandi fyrirtækisins, Tomas Holt-
on, er frábærlega snjall í starfi sínu. Sem
Bandaríkjamaður að uppruna er hann á
heimaleikvelli á bandaríska markaðinum,
þekkir hann í þaula og þá sálfræði sem þar á
við. Til marks um snjöll vinnubrögð Hildu hf.
er að fyrirtækið selur milliliðalaust til verslana
og verslanakeðja í Bandaríkjunum. Jafnframt
hefur þróast upp það samstarf við þessar
verslanir að sölustjórar þeirra koma árlega til
íslands og taka þátt í að velja þau föt, eða
m. ö. o. þá fata-„línu“, sem á boðstólum er á
hverju ári. Þegar verslanir eru þannig með á
boðstólum fatnað sem starfsmenn þeirra hafa
sjálfir haft hönd í bagga um að framleiða, má
vænta hámarksárangurs í sölunni.
Flest ævintýri hefjast í orðunum: einu sinni
var. Ævintýrið um Hildu hf. er hins vegar að
gerast mitt á meðal okkar, hér og núna. Það
hófst á því að útlendingur kom í heimsókn
með konu sinni til landsins hennar, fámennrar
eyju langt úti á hafi, og kom þar auga á
möguleika sem þessi eyja hafði upp á að
bjóða og aðrir höfðu ekki nýtt. Hann átti
ýmissa kosta völ en valdi þennan. Hann
hefur virkjað fjölda manns til að taka þátt í
ævintýrinu með sér og fyrst og síðast er það
ísland sem hefur notið þessa framtaks.
M.E.
FREYR — 927