Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1984, Síða 10

Freyr - 01.12.1984, Síða 10
gerði mér þó grein fyrir, að ég þyrfti að læra ýmislegt um búfjár- rækt almennt og fleira. Skólastjóri þessi hét Ernest Shearer. Hann var jafnframt yfirmaður (prófess- or) búnaðardeildar Háskólans í Edinborg. Spurði hann mig fyrst um menntun mína. Að fengnum upplýsingum um hana, sagði hann mér, að það væri misráðið af mér að ætla að stunda óreglulegt nám. Hver, sem hafði góðan undirbún- ing, ætti alltaf að stefna að sem hæstu marki í námi sínu, og í öðru lagi væri ekki unnt að læra búfjár- rækt nægilega vel nema hafa undirstöðumenntun á jarðræktar- sviðinu, þó hægt væri að læra jarðrækt án mikillar menntunar í búfjárrækt, búfjárræktin væri líf- fræðilega lokatakmarkið í land- búnaði. Hann sagði mér, að í Edinborg væri um tvennskonar landbúnað- arskóla að ræða. Annars vegar Dændaskóla, aðeins tveggja vetra nám, alls 4 termínur, og hins vegar Búnaðardeild Háskólans í Edin- borg, sem þá var þriggja ára skóli, alls 9 termínur, og þar að auki verklegt nám í 1 ár fyrir há- skólapróf. Ráðlagði prófessorinn mér ein- dregið að taka háskólann og stefna að prófi, en ég gæti fengið að taka verklega námið allt í sam- bandi við búfjárrækt og þá fyrst og fremst sauðfjárrækt. Þetta kom mér í nokkurn vanda, einkum fjárhagslega. Ég hafði ekki vilyrði fyrir öðrum styrkjum en smá styrk frá Búnað- arfélagi íslands, 900 krónur þetta ár (1933—34), en námskostnaður við háskólann í Edinborg var með skólagjöldum um 4 500 krónur á ári. Eftir nokkra umþóttun og við- ræður við Sigurstein Magnússon, sem þá var forstjóri S. í. S. í Leith, tók ég þá ákvörðun að fara í háskólann og láta kylfu ráða kasti um, hvernig mér tækist að kljúfa fjárhagshliðina. Þetta gekk allt að óskum fyrir mér og sannaðist þá það, sem forsætisráðherrann okkar sagði um síðustu áramót, að vilji er allt sem þarf. f Búnaðarháskólanum Komið var að því að háskólinn tæki til starfa, en þá var mér tilkynnt, að ég þyrfti að taka próf í ensku. Ég var illa undir það bú- inn, hafði ekki lesið ensku síðan í 5. bekk og reiknaði með, að stúdentspróf mitt nægði til inngöngu í hvaða háskóla sern væri. Ég sat enskupróf ásamt ýms- um útlendingum, aðallega Egypt- um, var svo kallaður í munnlegt próf. Sá þá hvað prófbókin mín lá þar á borði framan við kennarann og skrifað á hana stórum stöfum „42% doubtful" (vafasamur). Ég stóð mig að sjálfsögðu illa í munnlega prófinu, bar meira og minna skakkt fram og var spurður að því, hvort ég treysti mér að fylgjast með fyrirlestrum á ensku. Ég svaraði: Ég hef litla þjálfun fengið að tala ensku, en skil hana sæmilega, og er hvergi hræddur. Var mér sleppt í gegn með það. Hef ég aldrei legið nær falli en í þetta sinn, af því að 50% þurfti til að ná prófi. Námið stundaði ég í þrjú ár og lauk kandidatsprófi í júní 1936. Samkeppnispróf um námsstyrk til framhaldsnáms Ég vann við bústörf heima hjá mér öll sunturin, fékk allt kaupið greitt í kindafóðrum, átti enn óskertan fjárstofn minn og skuld- aði engum eyrisvirði. Veturinn fyrir kandidatsprófið veitti ég því athygli, að ýmsir námsstyrkir til framhaldsnáms voru auglýstir, en sá böggull fylgdi skammrifi, að til þess að geta hlotið slíkan styrk varð umsækjandinn að vera bresk- ur þegn. Loksins rakst ég þó á einn styrk við landbúnaðarháskól- ann, sem laus var þetta ár og ekki bundinn því, að umsækjandi væri breskur þegn. En þreyta þurfti samkeppnispróf til þess að hljóta þann styrk. Það gerði ég og fékk styrkinn, sem nam 150 pundum á ári í tvö ár. Leitaði ég þá eftir því við ráð- gjafa okkar við Búnaðarháskól- ann, hvernig ég ætti helst að nota mér styrkinn til þess að læra sem mest og best um kjötframleiðslu af sauðfé. Benti hann mér á að ræða við 930 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.