Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1984, Síða 15

Freyr - 01.12.1984, Síða 15
Hér eru þœr systurnar Sigurbjörg, til vinstri, og Kolbrún Sigfúsdóttir að prjóna í versluninni „Carson, Pirie, Scott" í Chicago. Pað var í þessari ferð sem Kolbrún setti met. Hún lauk við peysu á 6 klukkustundum, 34 mínútum og 50 sekúndum og voru þá ekki dregin frá malar- og kaffihlé. an er öll framleiðsluvaran hönnuð þar af íslenskum og erlendum hönnuðum. Er óhætt að segja að sú alúð sem fyrirtækið leggur við þennan þátt starfseminnar hafi skilað sér vel, því að vörurnar hafa fengið það orð á sig hjá erlendum kaupendum að á þeim sé sérstak- ur heildarsvipur sem gefi til kynna vönduð vinnubrögð. Lengst af var eingöngu boðið upp á flíkur í sauðalitunum, og hélst það vel í hendur við aukinn áhuga manna á því sem er náttúrulegt og eðlilegt. Þetta, og hin óspillta íslenska nátt- úra, hafa raunar verið mikilsverð atriði í kynningu á íslenskum ullar- vörum erlendis. Fljótlega gerðu forráðamenn Hildu hf. sér grein fyrir því að gæði fatnaðarins skipta höfuð- máli, og komu því á reglubundnu eftirliti með framleiðslunni. Þetta gæðaeftirlit er nú sérstök deild í útflutningsdeild fyrirtækisins. Söluferðir Hildu hf. Óhætt er að fullyrða að sjálfar aðferðir Hildu hf. við sölu og kynningu á framleiðslunni eigi mikinn þátt í velgengni fyrirtækis- ins. Þessar aðferðir mótuðust strax á fyrstu árunum, þegar Tom- as Holton gekk milli stórverslana og bauð íslenskar lopapeysur til sölu. Æ síðan hefur sölumennskan byggst á persónulegu sambandi við kaupendur og reynt efur verið að fá þá til beinnar aðildar að vöruþróuninni. Hilda hf. selur ekki vöru sína í gegnum umboðs- mannakerfi, heldur sinnir fyrir- tækið viðskiptamönnum sínum sjálft. Áður en framleiðsla næsta árs er fullmótuð, eru bestu við- skiptavinirnir fengnir á fund með hönnuðum og sölumönnum. Þeim er kynnt „lína“, og reynt að kom- ast að því hvort þeim líkar það sem boðið er upp á og hvort þeir hafi einhverjar hugmyndir eða óskir um breytingar fram að færa. Það er svo ekki fyrr en síðar, þegar starfsmönnum hönnunar- deildar hefur gefist færi á að ljúka fullnaðarfrágangi, að viðskipta- vinir sjá endanlega útfærslu fat- anna og gera pantanir. Enn síðar, þegar aðalsölutímabilið er runnið upp, er fylgst náið með sölunni í hverri verslun frá aðalstöðvum Hildu hf. í Reykjavík, og hringt í hverja búð vikulega. í raun er það svo, að allir starfsmenn Hildu hf. eru „sölumenn", í þeim skilningi að þeir hafa meira og minna beint samband við viðskiptavini og reyna að uppfylla óskir þeirra. Þegar talað er um viðskiptavini, er rétt að taka fram að Hilda hf. velur þá af kostgæfni. Það er alls ekki svo, að hver sem er geti gengið inn til Hildu hf. og keypt flíkur til þess að selja erlendis. Yfirleitt eru viðskiptavinir Hildu hf. meðal þekktustu og virtustu verslunarfyrirtækja á hverjum stað, og þess er gætt þegar Hilda hf. velur viðskiptavini sína, að aðeins einn aðili sé á hverju svæði. Úr auglýsingabceklingi frá Hildi hf., húfur, vetllingar og sokkar. FREYR —- 935

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.