Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1984, Page 17

Freyr - 01.12.1984, Page 17
Úr auglýsingabœklingi Hildu hf. árið 1984. Allar myndir í þeim bækiingi eru teknar í París. tækið var einnig fyrst verslana til þess að setja upp sérstakar deildir í verslunum sínum fyrir íslenskar ullarvörur frá Hildu hf., en síðan hafa margar verslanir vestanhafs farið að dæmi þeirra. Vegna þess- ara tímamóta kom Hans G. Andersen sendiherra til Chicago, og afhenti stjórnarformanni Car- son Pirie Scott gjöf frá Hildu hf. Þá var Washington, borgarstjóri Chicago, heimsóttur á skrifstofu sína, og honum afhent íslensk lopapeysa að gjöf í tilefni þessa afmælis. Lét hann útbúa sérstakt þakkarskjal af því tilefni. Svo mikið var látið með íslend- inga og þau Tom og Hönnu Holt- on í Chicago að ríkisstjóri Illinois, James R. Thompson, lýsti því yfir að vikan frá 5.—10. nóvember 1984 væri íslandsvika í Illinoisríki. Eitt meginaðdráttaraflið í þess- ari ferð Hildu hf. um Bandaríkin voru prjónakonur frá íslandi, þær Sigurbjörg Sigfúsdóttir og Kol- brún Sigfúsdóttir, sem sátu og prjónuðu í hverri búðinni á fætur annarri, bæði í Kaliforníu og Chi- cago. Vakti þetta mikla athygli, en prjónakonurnar eru þaulvanar og starfa báðar í peysumóttöku Hildu hf. Starfsemi Hildu hf. nú. Starfsmenn Hildu hf. eru nú um 90 talsins, á skrifstofu, sauma- stofu, hönnunardeild, útflutnings- deild, ullarvöruverslun og prjóna- stofu, en þar með er ekki öll sagan sögð. Talið er, að um 1500 manns hafi atvinnu af íslenskum ullariðn- aði. Af þessum fjölda vinna um 350 manns að framleiðsluvörum Hildu hf. Eru þá ótaldar þær kon- ur, sem prjóna lopapeysur og koma með þær til fyrirtækisins í Bolholti, en lauslega áætlað eru það um 350 peysur á viku hverri. í því sambandi má geta þess að handprjónaðar lopapeysur eru nú aðeins um 12% af útflutningi fyrirtækisins. Enn er ekki allt starfsfólk talið, því vissulega þarf að koma vör- unum á erlendan markað. Á þessu ári býður Hilda hf. upp á fjölmargar tegundir íslensks ullarfatnaðar í bæklingi sínum, sem sendur er erlendum kaupend- um. Eins og venja er í fyrirtækjum sem selja föt erlendis, er nú verið að leggja síðustu hönd á bækling um vörur Hildu hf., sem boðnar verða í verslunum næsta sumar. Þar eru á boðstólum 154 teg- undir af stærri flíkum, um 40 gerð- ir af handprjónuðum lopapeysum og 90 tegundir af smávöru. FREYR — 937

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.