Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1984, Qupperneq 20

Freyr - 01.12.1984, Qupperneq 20
Álagildra œlluð til veiða á glerál. (Ljósm. Sigurður Már Einarsson). Áiaeldi. Undanfarið hefur töluverð um- ræða farið fram um álaeldi á ís- landi. Margir aðilar hafa sýnt mikinn áhuga á slíkum atvinnu- vegi. Japanir hafa náð miklum árangri í álaeldi, t. d. voru fram- leidd í Japan um 16.000 tonn af ál árið 1965. Áll nær bestunr vexti við um 25—27°C hita og á því hið gagnstæða loftslag í Japan vel við hann. Álaeldi er einnig arðvænleg atvinnugrein á Taiwan sunnan við Japan. Álaeldi er ennþá á til- raunastigi í Evrópu og Kanada og hefur ekki enn sem komið er náð að treysta sig í sessi. Helstu erfið- leikarnir í álaeldi í Evrópu eru þeir, að kjörhiti áls er hár þannig að helst þarf upphitað vatn. Einnig hefur vaxtarhraði álsins reynst mismunandi, sumir vaxa vel en aðrir lítið sem ekkert. Einn- ig þurfa eldistjarnir að hafa næga felustaði og gott gegnumrennsli af vatni. Fram að þessu hefur því eldið ekki gengið sem skyldi. Á Islandi ættu að vera töluverð- ir möguleikar á eldi áls. Jarðhiti er nægur og ætti öflun á heitu vatni ekki að vera okkur fjötur um fót. Hins vegar eru mörg ljón í vegin- um. Þar má nefna að þar sem ekki hefur tekist að fá ál til að hrygna í eldisstöðvum þarf stöðugt að afla gleráls senr tekinn er til áfram- haldandi ræktunar. Á íslandi er mjög lítið vitað um göngutíma gleráls, magn og það hve árvissar göngurnar eru. En fyrsta forsenda álaeldis á íslandi við núverandi aðstæður er sú að unnt sé að útvega nægilegt magn af glérál innanlands til að standa undir rekstri eldisstöðvar, þar sem inn- flutningur gleráls er talinn óæski- legur vegna sjúkdómshættu. Nú hefur Veiðimálastofnun haf- ið rannsóknir á glerál. Brýnt er að fjármagn verði útvegað til frekari rannsókna sem m. a. felast í til- raunum á veiðarfærum og stað- setningu þeirra. Þá má nefna að engin reynsla er fyrir hendi í eldi áls sem þó er nauðsynleg eins og í öðru fiskeldi. Mjög brýnt er að jafnframt því að hanna veiðitæki til að veiða í glerál, verði hafnar tilraunir með álaeldi og þannig byggður upp þessi atvinnuvegur sem hugsanlega gæti orðið þjóðar- búi íslands veruleg tekjulind ef vel tekst til. Heimildir. Bjarni Sæmundsson: Fiskarnir. Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar 1926. bls. 421—432. Gunnar Jónsson: Fiskalíffræði. Iðunn 1972, bls. 123—127. Tesch F,—W: The Eel. Biology and management of anguilid eels. Chapman and Hall 1977. bls. 328—340. Það er einkum meiri uppskera af flatareiningu frekar en aukið ræktunarland sem hefur gefið þessa miklu uppskeru. (Landsbladet nr. 45 1984). Altalað á kaffistofunni Molar Kornuppskera 1984 Uppskera korns haustið 1984 í löndum Efnahagsbandalags Evr- ópu er áætlað 145,3 milljón tonn. Það er 21,6 milljónum tonna eða 17,4% meiri uppskera en 1983. Uppskera af kartöflum er áœtluð 33.8 milljón tonn sent er 5.58 milljónum tonna eða 19.8% meira en árið áður. Uppskera af sykurrófum er áætluð 85.63 milljón tonn, en það er 9.01 milljóni tonna eða 11.8% meira en 1983. Álbræðsla. I tímaritinu „Ný menntamál" 2. tbl. 1984 er þáttur undir heitinu „Sögur úr skólastofunni" sem Örnólfur Thorlacius rektor Menntaskólans við Hamrahlíð sér um í það sinn. Þar er að finna eftirfarandi: „Um þær mundir sem stóriðja var að hefjast í Straumsvík var á landsprófi í náttúrufræði beðið um „ævisögu álsins'*. Fyrir kom að nemendur blönduðu hinni nýju iðjugrein inn í svörin, t. d. „Is- lendingar eta lítið af ál en bræða hann til útflutnings," og „... kemur að landi við SV-ströndina (Straumsvík)“. 940 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.