Freyr - 01.12.1984, Qupperneq 25
Axel Magnússon,
ylræktarráðunautur B. í.
Heilsupostular án jarðsambands
Hinn 14. sept. 1984 birstist grein eftir Georg Kovacs, sam er lektor við plöntusjúkdóma-
deild Landbúnaðarháskólans í Kaupmannahöfn, í Landsbladet, en það er málgagn
dönsku bœndasamtakanna.
Kovacs er fjölmenntaður og mjögfœr maður og mér fannst grein hans eiga erindi við
íslenska lesendur.
Biodynamisk ræktun, sem á ís-
lensku hefur verið nefnd „lífefld"
ræktun er ræktun án notkunar
verksmiðjuframleiddra efna svo
sem áburðar og efna til að eyða
illgresi og skordýrum og koma í
veg fyrir sjúkdóma. Biodynamisk
ræktun á sér stuðningsmenn hér á
landi og ýmislegt hefur verið rætt
og ritað um málið í íslenskum
fjölmiðlum. Þessi ræktunaraðferð
á sér þó meira áberandi fylgis-
menn í nálægum löndum þar sem
hiti á vaxtarskeiði jurta er hærri
en hér á landi og ræktun á margan
hátt auðveldari. Jafnframt á þessi
ræktunaraðferð einnig harðari
andstæðinga í þessum löndum.
Greinin tekur að vísu mið af
viðhorfum í Danmörku, en eigi að
síður á meginefni hennar við hvar
sem er. Efni er dregið örlítið
saman á stöku stað. Gefum Georg
Kovacs orðið.
„Bóndi verður leiður á að vinan
á býli sínu og fer að kenna latínu í
menntaskóla. Það gengur hörmu-
lega. Eigi að síður skrifar hann
greinar og bækur um rétta notkun
á máli Ciceros, þar sem hann sker
málspekinga háskólans niður við
trog og kallar þá fávísa einfeldn-
inga.
Er þetta ómögulegt?
Já, þetta er skólabókardæmi um
fjarstæðukenndan málflutning.
En hvers vegna er hið gagnstæða
allt að því eðlilegt. Ég á hér við
það þegar latínukennari snýr sér
að landbúnaði — auðvitað með
lífrænni ræktun. Þegar landbúnað-
ur er annars vegar er svo komið að
aular fyrirfinnast ekki — nema að
mati sumra: meðal þeirra sem
vinna við hann ...
Maðurinn má ekki vænta ölmusu frá
náttúrunni.
Vökvun, framræsla, vélvæðing,
jurtakynbætur, notkun jurtanær-
ingarefna og varnarefni gegn
jurtasjúkdómum — öll þessi atriði
grípa inn í gang náttúrunnar og
eru án undantekningar áfangar í
sigurgöngu mannsins gegn eymd
og hungursneyð. Nokkrir óraun-
hæfir draumóramenn ganga svo
langt að þeir vilja gefa illgresinu
sinn upphaflega sess og að akrar
og tún beri fjölbreytta liti til að
gleðja borgarbúa þegar þeir fara
út að aka um helgar.
Sá landbúnaður sem viss hópur
manna hampar mest heitir nú vist-
fræði (Ökologi). Hugtakið hefir í
raun allt aðra og virðingarverðari
merkingu, en er ekki verndað
með lögum. I flestum tilvikum er
vistfræði búskapur samkvæmt
túlkun þessara manna sama og
svokölluð lífræn ræktun, þar sem
það nafn hljómar vel.
Hér er nauðsyn að rekja söguna
nokkru nánar. Rudolf Steiner sem
að jafnaði er talinn trúarbragða-
heimspekingur, eða launspeking-
ur, setti fram ýmsar kenningar
varðandi þessi efni ári fyrir dauða
sinn, þ. e. 1924. Þess er að geta að
Steiner var hvorki alinn upp við
landbúnað né hafði lágmarks-
menntun í landbúnaði. Hann hélt
námskeið um þessi efni í Slesíu
1924, og voru það átta eríndi er
báru titilinn „Framlag til endur-
nýjunar landbúnaðar á andlegum
vísindagrundvelli.“ Ekkert er
auðveldara en að vitna í hvers
konar staðleysur í þessu riti, þar
sem höfundur leggur áherslu á hið
leyndardómsfulla í ræktuninni.
Um staðreyndir er fátt að finna.
Kýrhornið sem á að stinga í jarð-
veginn til að safna alheimsgeislum
og auka á þann hátt uppskeru
virðist vera þungamiðja kenning-
arinnar.
En það eru líka hópar manna í
landbúnaði og garðyrkju, sem
neita trúnni á kýrhornið og þess
háttar trúarsetningum, en segjast
fylgja vistfræðikenningu. Það
FREYR — 945