Freyr - 01.12.1984, Side 30
Fœðing hans sannar að nota má svo gamalt nautasœði með góðum árangri.
Kálfur getinn með þrítugu sæði.
Það bar til í apríl síðastliðnum að
nautkálfur fæddist á býli bræð-
ranna Harold og Charles Lattin í
Darlington-hreppi í Wisconsin í
Bandaríkjunum. Kálfur þessi er
brautryðjandi einstaklingur eins
og nú verður sagt frá.
Faðir hans, Cottonade Emmet
að nafni, var eitt besta þarfanaut
ABS, nautgriparæktarsambands
Wisconsin fylkis fyrir 30 árum.
Það fylki er stundum nefnt mjólk-
urríki Bandaríkjanna vegna hinn-
ar miklu mjólkurframleiðslu sem
þar er stunduð. Cottonade Em-
met var notaður í byrjunarrann-
sóknum við að frysta nautasæði til
geymslu.
Síðasta opinbera verk Emmets
áður en honum var lógað vegna
elli og hruntleika var að punga út
vænum sæðisskammti hinn 19.
nóvember 1953. Tæknimenn
nautgriparæktarsambandsins tóku
nú sæðið til handargagns, frystu
það og geymdu í fljótandi ammon-
íaki í 160 gráða frosti (á Celsíus),
allt til 16. júlí 1983. Þann dag fór
Bob McDermott frjótæknir með
eitt af sæðishylkjunum til býlis
Lattins, þýddi sæðið varlega og
sæddi með því kú af Holstein-
kyni.
Árangur af þessu varð hraustur
og fallegur nautkálfur sem fæddist
einum 30 árum eftir að faðir hans
kvaddi heiminn.
Sá er fyrst fann aðferðina við að
frysta nautasæði var dr. Cristop-
her Polge við Cambridge-háskóla í
Englandi, snemma á sjötta ára-
tugnum. Dr. Polge var boðið vest-
ur um haf, til þess að kenna
heimamönnum þar að geyma
sæði.
Jurtir hrópa á vatn
John Milburn, vísindamaður sem
stundar rannsóknir á jurtum við
háskóla einn í Ástralíu, þarf ekki
að velkjast í vafa um hvenær jurtir
þurfa vatn. Hann heyrir það.
Milbrun hefur hannað hljóð-
nema með magnara sem nemur
hljóð þau sem verða við vökva-
flæði í jurtafrumum og hann hefur
líka lært „vatnsmálið".
Af því leiddi, að fyrsti kálfurinn
í Vesturheimi, getinn með frystu
sæði fæddist í Wisconsin hinn 29.
maí árið 1953.
Nautgriparæktarmenn telja að
aðferðin við að frysta sæði sé ein
hin merkasta uppgötvun í rækt-
unarstarfinu síðustu 150 árin. Með
henni geta vísindamenn ekki að-
eins ráðið erfðavísum einstakra
nauta heldur ráða þeir líka yfir
tækni til þess að flytja góða eigin-
leika þessara kostagripa um víða
veröld. Ekki er óvanalegt að
sæddar séu um 250 000 kýr með
sæði úr einu nauti. I tímaritinu
Advanced Animal Breeder, það-
an sem þessi frétt er tekin, segir
að gagnið af fyrrnefndri aðferð
komi fram í því að mjólkurfram-
leiðendur geti nú framleitt jafn-
mikla mjólk og fyrir 25 árum með
helmingi færri kúm.
Vísindamenn hafa lengi álitið
að frosið nautasæði geti, sé það
rétt meðfarið og rétt geymt, enst
von úr viti.
Tíminn einn getur þó leitt í ljós
hvort þeir hafa á réttu að standa
eður ei, en kálfurinn sem hér var
sagt frá er lifandi sönnun þess að
nautasæði getur verið sprelllifandi
eftir a. m. k. 30 ára geymslu við
rétt skilyrði.
J. J. D.
Hann skýrir svo frá að þegar
jurt þjáist af vatnsskorti stöðvist
vökvaflæðið með þeim afleiðing-
um að frumurnar fyllast fyrst af
gufu og síðan af lofti. Af þessu
líður jurtinni svo illa að hún fær
eins konar taugaáfall og sendir frá
sér boð eða bylgjur sem nema má
með tækinu fyrrnefnda. Jurtin
hrópar m. ö. o. á vatn.
11 **'*
• ín*
Molar
950 — FREYR