Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 18

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 18
Skvetta 88 Syðri-Bœgisá í Öxnadal var nythœsta kýrin árið 1986. Myndin er tekin á kúasýningu árið 1984. Skvetta hlaut þá hœstu heildareinkunn allra sýndra kúa á Norðurlandi, 210,5 stig. (Ljósm. Guðmundur Steindórsson). fyrir hagkvæmni mjólkurfram- leiðslunnar að ekki tapist aftur sá ávinningur sem náðst hefur á síð- asta áratug í jöfnun á burðartíma kúnna. Nú eru meira en tíu ár síðan fram komu tölulegar upplýsingar um það úr skýrslum naut- griparæktarfélaganna að kynhlut- fall væri verulega skekkt. Á síð- asta ári voru 54,4 % af kálfum, sem fæddust þá og höfðu skráð kynferði, nautkálfar. Fá eða engin nautgripakyn hafa jafn skakkt kynhlutfall og kemur fram hér á landi. Margoft hefur verið rætt um það að skýrsluhaldið sé horn- steinn þess ræktunarstarfs sem unnið er í landinu. Burðarás þess starfs eru afkvæmadómar á naut- um. Til að meta afkastagetu ein- stakra dætrahópa eru reiknaðar kynbóataeinkunnir fyrir öll naut sem eiga dætur á skýrslu. Þessar einkunnir eru reiknaðar bæði fyrir mjólkurmagn og mjólkurfitu- magn. í töflu 4 eru sýndar ein- kunnir nokkurra þeirra nauta, sem mestu skipta í stofninum nú. Það eru þau reyndu naut sem eiga flestar dætur í framleiðslu og hafa verið í notkun á síðustu árum. Þá eru þar birtar einkunnir allra þeirra nauta sem fædd eru árin 1979 og 1980. Nautin sem fædd eru 1979 fengu sinn fyrsta dóm í fyrra og þau bestu úr þeim hópi voru þá valin til áframhaldandi notkunar. Sú aukna reynsla sem nú er fengin á þessi naut staðfestir aðeins að dómar þeirra á síð- astliðnu ári virðast hafa verið réttir. Árgangur nauta sem fædd eru árið 1980 var nokkuð stór. í ljós kemur að mörg þessara nauta reynast vel. Þarna bætist því við allmikið af góðum nautum, sem nú verða tekin til notkunar sem reynd naut. Kynbótanefnd hefur valið þrjú af þessum nautum til notkunar sem nautsfeður á þessu ári. Eru það nautin Nikki 80001, Dálkur 80014 og Bæsi 80019. Bæði Nikki og Dálkur gefa sér- staklega afurðamiklar dætur, sem að öðru leyti virðast góðir fram- leiðslurgripir og ætti þau því að bæta stofninn verulega. Bæsi 80019 gefur einnig góða afurða- gripi, en dætur hans virðast auk þess gefa mjög efnaauðuga mjólk. Margar dætur Bæsa eru mjög lág- fættir gripir, fremur smáar, en mjög rýmismiklar. Þessi sérkenni ættu bændur að hafa í huga við notkun á þessu nauti. Bæsi eru sonur Brúsks 72008 og dóttur Nat- ans 68003. í ljós virðist koma þegar þessum tveimur nautum er blandað að fram kemur mikið af mjög smávöxnum gripum. Önnur naut sem fædd eru árið 1980 sem valin hafa verið til áframhaldandi notkunar eru Völlur 80009, Varmi 80021 og Tangi 80037. Öll þessi naut hafa hlotið jákvæðan dóm, en um frekari upplýsingar um kosti þessara nauta vísast til þeirra upplýsinga sem birtast í Naut- griparæktinni á næstunni. Hér eru ekki birtar einkunnir þeirra nauta sem fædd eru árið 1981, en nokk- ur reynsla er þegar fengin um sum þeirra og þegar ljóst að þar koma fram nokkur verulega góð naut. Nú er liðinn rúmur áratugur síðan ræktunarskipulagi hér á landi var breytt og frá þeim tíma hefur afkvæmadómur verið byggður á upplýsingum um dætur nautanna sem fást úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna. Þær einkunnir sem hér eru notaðar eru mjög einfaldar. Einnig hafa nú á síðustu árum verið notaðar nýjar aðferðir til samanburðar á afkvæmadómum. Eru þetta að- ferðir sem þróaðar hafa verið er- lendis á síðustu árum og eru taldar þær bestu sem kostur er á í dag. Samræmi þessara dóma og þeirra einkunna sem hér eru birtar hefur reynst mjög gott. Bendir það til að framkvæmd ræktunarstarfsins hér á landi hafi tekist með miklum ágætum og dreifing á notkun óreyndu nautanna sé eins og best verður á kosið. Þær niðurstöður sem fengist hafa á síðustu árum benda einnig greinilega til að ræktunarstarf síð- ustu ára hafi skilað sér í veru- legum framförum í ræktunarstarf- inu. Við þær aðstæður sem ríkja í framleiðslumálum er eðlilegt að spurt sé hvort rétt sé að halda óbreyttri ræktunarstefnu í naut- griparækt. Þessari spurningu leitaðist ég við að svara í grein í 10. tbl. Freys á síðasta ári. Ég vil fullyrða að hinar breyttu aðstæður kalli ekki á nokkurn hátt á 226 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.