Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 29

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 29
virðast jafn óskiljanlegir og riðu- veikin enn sem komið er. Ekkert bendir til þess að riðuveiki berist í fólk. Kjöt af riðuveikum kindum er alls ekki hirt til manneldis frem- ur en kjöt af veikum skepnum yfirleitt. Samt hefur örlað á til- raunum til að gera kindakjöt tor- tryggilegt af þessum sökum í þeim allsherjar áróðri, sem rekinn er gegn sauðfjárbúskap og sauðkind- inni hér á landi um þessar mundir. Hætt er við, að slíkur áróður sí- endurtekinn geti spillt stórlega sölu sauðfjárafurða. Smithætta er alls staðar. Það, að minkar geta sýkst af riðu- veiki og kannski mýs, gerir sjúk- dóminn sýnu erfiðari viðfangs. Þegar riðuveiki nær að magnast mjög mikið einhvers staðar á landinu er enginn staður óhultur vegna sívaxandi samgangs og sam- skipta fólks sem enginn getur eða vill stöðva og alls konar varnings, sem smitefni geta borist með og erfitt er að takmarka eða fylgjast með. Að þessu athuguðu er ljóst, að riðuveiki er alvarlegasti sjúk- dómur, sem hrjáir sauðfjárbúskap hér á landi. Það réttlætir harðar aðgerðir gegn riðuveiki. Aðgerðir á landinu öllu. Áformað er nú að lóga á næstu tveimur árum öllu sauðfé og geit- um á bæjum þar sem riðuveiki hefur verið staðfest og gera aðrar ráðstafanir í framhaldi af því til að tryggja það að markmiðið náist. Hér er um að ræða sem næst 180 fjárbú með tæplega 40 þúsund fjár. Ef lógað yrði helmingnum á komandi hausti og reynt að taka sem samfelldust svæði vegna öruggari varna þá má gera ráð fyrir förgun alls fjár á riðubæjum á Norðurlandi vestanverðu til Siglu- fjarðar og á Austurlandi norðan- verðu til Neskaupstaðar. Á þess- um svæðum eru rúmlega 20 þús- und kindur í vetur. Haustið 1988 yrði þá lógað öllu fé sem eftir væri á sýktum bæjum á Norðurlandi frá Siglufirði til Eyjafjarðar og á Austurlandi frá Norðfirði til Beru- fjarðar auk þeirra bæja sem við hefðu bæst sem riðubæir. Það verða tæplega 20 þúsund kindur. í haust verður að reikna með lógun á einstökum hjörðum af síðartalda svæðinu þar sem tjón er mikið og hætta þar af leiðandi mikil fyrir ósýkt fé nágranna og annarra. Reikna verður með því að næstu árin þurfi að lóga fé á nokkrum bæjum þar sem riðusýking á eftir að koma fram. Til viðbótar þessu þarf að lóga öllu fé sem látið hefur verið til lífs frá riðubæjunum. Veildn getur dulist árum saman í þolnum stofnum. Riðuveiki er lúmsk og er stundum búin að vera á bænum áður en menn átta sig á því að hún hafi borist í fjárhjörðina. Fyrst veikist ein kind. Hún nær að smita eina eða fleiri á meðan menn eru að átta sig á því hvað sé að. Jafnvel er smithætta af sýktum kindum áður en einkenni koma í ljós. Þar sem náttúrleg mótstaða fjárstofns er sterk fer veikin að jafnaði hægt af stað. Það er því augljóst að riðu- veiki getur verið komin á bæ þar sem vanhöld virðast innan eðli- legra marka. Því er haldið fram af mörgum, að kindur týni víða töl- unni á bæjum, án þess að menn geri sér grein fyrir því eða forvitn- ist um hvað er á seyði. Þar geti í sumum tilfellum verið riðuveiki á ferð. Þessu þarf að breyta. Allar grunsamlegar vanhaldakindur eiga að koma til rannsóknar. Þeir sem farga fjárstofni sínum gera eðlilega þær kröfur, að allt sé gert sem unnt er til þess að fórn þeirra beri árangur, að riðuveikin sé upprætt hvar sem hún kemur fyrir og að leitað sé markvisst að henni. Árangursrík verður baráttan því aðeins að traust samstaða takist milli bænda og stjórnvalda og bænda innbyrðis. Allir þurfa að standa saman um að uppgötva og segja til grunsamlegra kinda hvar og hvenær sem er. Sauðfjársjúk- dómanefnd hefur sett það mark að 90% fjárbænda skrifi undir yfirlýsingu áður en aðgerðir hefj- ast á viðkomandi svæði þess efnis að þeirra eigin fé megi lóga, ef riðuveiki verði staðfest í því. Jafn- gilt er, ef sveitarstjórn ábyrgist svo víðtæka samstöðu. Skipa þarf fjárskiptanefnd heimamanna, sem annast framkvæmd fjárskipta þar sem þau eru ákveðin. Sveitar- stjórnir eru samningsaðilar við niðurskurð vegna riðu og reynir á það t. d. við ábúendaskipti. Ósýktu svæðin eru dýrmæí. Það er ómetanlegt fyrir fjárskipta- svæðin að hafa varnarhólf sem FREYR 237

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.