Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 30

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 30
öruggt er að sækja heilbrigð líf- lömb til. Ekki má skerða fram- leiðslurétt þar svo mjög að byggð grisjist frá því sem nú er. Fulllangt hefur verið gengið í því nú þegar. Skráning vanhalda og veikinda í fé nm allt land. Vegna aðgerðanna gegn riðuveiki er mest um vert að fá upplýsingar um tjón á sýktum og grunuðum svæðum og á ósýktu svæðunum þar sem kaupa á heilbrigð ásetn- ingslömb fyrir fjárskiptasvæðin. Áhugavert er að fá upplýsingar um þessi atriði af öllu landinu vegna bættrar þjónustu fyrir öll fjárbú landsins. Þess má geta að lagafrumvarp um búfjártryggingar er í smíðum. Líklegt er að skylt verði að tryggja allt búfé en frjálst val verði um tryggingafyrirtæki. Bændur munu trúlega þurfa að skrá veikindi og vanhöld jafnharð- an og þeirra verður vart. Gerð hafa verið eyðublöð, sem þjónað gætu þeim tilgangi. Þar gæti dýra- læknir einnig fært aðgerðir og lyfjanotkun búsins og blaðið verið jafnframt eins konar tjónavottorð til tryggingafélags með uppáskrift dýralæknisins. Þannig getur van- haldaskráning bóndans orðið hon- um til beinna hagsbóta. Vænlegast er að virkja bændurna sjálfa til þess að gefa þessar upplýsingar. Kanna verður möguleikana á því að fá forðagæslumenn til að safna upplýsingum bændanna saman og aðstoða við að skrá þær á stöku bæ í sveitarfélaginu. Sveitarstjómir taki afstöðu. Þess er óskað, að sveitarstjórn fjalli um þessi mál á fundi og ákveði um samstöðu sveitarfélags- ins og þátttöku í þessum miklu að- gerðum. Leggi sveitarfélagið til þann aukakostnað, sem verður við forðagæsluna, verður auðveld- ara að fá framlag frá ríkinu vegna dýralækniskostnaðar við skoðun á grunsamlegum kindum og bóta- greiðslna vegna kinda sem lóga þyrfti í rannsóknarskyni. Hvert vanhaldaeyðublað ætti að vera í þríriti. Bóndi fái eitt eintak, dýra- læknir annað og Sauðfjárveiki- varnir það þriðja. Reglubundin skráning og tilkynningar um sjúk- dóma til dýralækna gefur færi á réttri greiningu fyrr og gæti það dregið úr tjóni af völdum skað- legra sjúkdóma af hvaða toga sem væri og minnkað hættu á út- breiðslu smitefna. Þar sem vafi væri á ferðum um riðuveiki mætti taka upp sérstakt eftirlit og rann- sókn á heilasýnum úr öllu sláturfé og vanhaldafé. Nákvæmara eftirlit heldur en verið hefur með heilsu- fari á fjárbúum gæti haft sérstaka þýðingu til að uppgötva í tæka tíð alvarlega sjúkdóma eins og riðu- veiki. Allir fjáreigendur hvar sem þeir eiga heima og að sjálfsögðu sveitarstjórnir verða að láta sig varða þá baráttu sem framundan er gegn riðuveiki, nú þegar ákveð- ið hefur verið að leggja til atlögu og freista þess að uppræta hana úr landinu. Þessar aðgerðir eru í samræmi við vilja Búnaðarþings og harðnandi kröfur frá bændum víðsvegar um landið. Maxgt er að varast. Veikin virðist berast með ýmsu móti milli staða. Samgangur fjár er mikill á hálendinu og varnarlín- ur ekki öruggar. Mikill fjöldi sam- merkinga er enn í notkun jafnvel milli samgangssvæða og því miður eru lituð eyrnamerki með bæjar- Nýlega sendi Stéttarsamband bænda frá sér hugmyndaskrá um fjölþættari atvinnumöguleika í sveitum sem Hákon Sigurgríms- son framkvæmdastjóri Stéttar- númerum ekki nógu algeng enn- þá. Enginn vafi leikur á því að kaup og sala og nánar samvistir á húsi og í þrengslum um langan tíma, ekki síst á sauðburði, eiga mestan þátt í því að dreifa veikinni milli kinda og milli bæja. Það skiptir því mestu máli að koma í veg fyrir fjárverslun og minnka nánar samvistir fjár mismunandi bæja. Menn skyldu varast að byrja á fjársölu strax aftur, þótt lógað verði öllu fé á þekktum riðubæj- um. Hættan er ekki úr sögunni við það eitt. Á riðusvæðunum er fjöldi bæja þar sem fé hefur verið í meiri eða minni snertingu við riðukindur og heilbrigða riðusmit- bera. Veikin getur því hæglega leynst víða og verið að malla á stöku bæjum án þess að eftir sé tekið. Því er það skylda okkar að fylgjast grannt með vanhaldafé næstu árin og gera það helst að skyldu að láta vita um hverja einustu kind, sem ferst meðan fé er undir manna höndum. Og að lokum — það er gott að vitað það, að haus, sem rannsaka á vegna riðuveiki má alls ekki frjósa en, ef menn hafa 10% formalín við hendina og láta síga vel af því niður með mænuendanum um mænugatið, er hægt að tryggja það að heilinn sem annars myndi skemmast á nokkrum klst., varð- veitist óskemmdur dögum saman. sambandsins tók saman. Um þá skrá orti Þorgrímur Starri Björg- vinsson í Garði í Mývatnssveit eftirfarandi: Líkt og sætur sumarblær sinfóníuhljómurinn er hrosshársstrengjahörpu slær Hákon bændaforinginn. En eitt lætur honum allra best einleikur á hrossabrest. ALTALAÐ A KAFFISTOfUHMI Nýjar búgreinar 238 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.