Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 20

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 20
RANNSÓKNASTOFNUN LANDBUNAÐARINS Bútæknideíld, Hvanneyrí. 1111111 !f§f§fi§§ Ár 1986 Nr. 555 Ár 1986 Nr. 556 NC — mykjudæla Gerð: NC MKII. Framleiðandi: NC Agricultural Engineering Co. LTD., Norður írlandi. Innflytjandi: Búvélar hf., Reykjavík. YFIRLIT. NC mykjudælan var prófuð af Bútæknideild Rann- sóknastofnunar Iandbúnaðarins sumarið og haustið 1986 og notuð alls um 60 klst. Dælan er miðflóttaaflsdæla knúin frá aflúrtaki dráttarvélar. Hún er ætluð til dælingar á þunnri mykju hvort heldur er í flutningatæki eða til blöndun- ar í haughúsum. Hún reyndist vel við flutning á þunnfljótandi mykju úr haughúsi í dreifara. Best hentar að nota dæluna í brunnhúsi á áburðarkjallara undir gripahúsi. Með dælunni má dæla upp úr allt að 3 m djúpum geymslum. Afköst hennar eru verulega háð þykkt mykjunnar. Flutningsgeta hennar reyndist vera rúmir 5000 lítrar á mín. við lágt þurrefnisinni- hald mykjunnar. Aflþörf dælunnar við dælingu mældist mest um 27 kW (37 hö). Dælan hentar vel til að hræra upp í áburðargeymslum. Álagsöryggi stöðvar dæluna ef fastir aðskotahlutir komast í inntaksop hennar og valda þeir því yfirleitt ekki skemmdum. Á neðri brún dæluspaða er bitegg sem sker hálm eða hey sem kann að berast að dælunni. Á dælunni er burðargrind tengd lyftuörm- um dráttarvélar og vökvastimpill til að lyfta henni upp úr dæluþró. Dælan reyndist traustbyggð og ekki komu fram bilanir eða óeðlilegt slit á prófunartím- anum. MENGELE — heyhleðsluvagn Gerð: Mengele LAW 1360 Super Quadro. Fram- leiðandi: Karl Mengele & Söhne Maschinefabrik, Vestur-Þýskalandi. Innflytjandi: Boði sf. Hafnar- firði. YFIRLIT. Mengele LAW 1360 Super Quadro heyhleðsluvagn- inn var prófaður af Bútæknideild Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins sumarið 1986 og notaður alls 105 klst. Vagninn er ætlaður til hirðingar á heyi og græn- fóðri. Rúmmál vagnsins er um 19,6 m3 og hann vegur tómur um 3,7 tonn. Sópvindan vísar fram og er lyft með vökvaátaki frá dráttarvél. Hleðslutími við þurr- heyshirðingu var að jafnaði 3,1 mín/tonn og við vothey 1,6 mín/tonn. Hlassþungi var að jafnaði 3,1 tonn af votheyi og 1,9 tonn af þurrheyi. Hægt er að hafa allt að 33 hnífa í tveim röðum í hleðslustokk vagnsins og er þá bil á milli þeirra um 38 mm. Sé öllum hnífunum beitt verður söxun heysins veruleg, en hún stuðlar að betri verkun við votheysgerð. Vagninn er búinn losunarbúnaði að aftanverðu og getur hann losað beint niður eða til hliðar. Mestu afköst við losun eru um 5,0 mín á hlass, en þau fara annars eftir því hver afkastageta þess búnaðar er, sem tekur við heyinu úr vagninum. Ætla verður 45— 55 kW (61—75 hö) dráttarvél fyrir vagninn eigi að nýta afkastagetu hans til fulls. Á reynslutímanum brotnuðu 4 hnífar. Engar bilanir komu fram og í heild reyndist vagninn traustbyggður.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.