Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 19

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 19
Mannaskipti í útgáfustjóm Freys gagngerar breytingar í fram- kvæmd ræktunarstarfsins. Rétt er aö vekja á því athygli að það ástand sem hér er í framleiðslu- málum er mjög hliðstætt því sem gerist í öllum löndum Vestur-Evr- ópu og Norður-Ameríku. í öllum þessum Iöndum hefur þetta leitt til að áhersla á öflugt ræktunarstarf hefur aukist en ekki minnkað. Þetta stafar að sjálfsögðu af þeirri einföldu staðreynd að í sífellt harðnandi samkeppni framleiðsl- unnar verður að nota sem mest og best alla möguleika sem fyrir hendi eru til að bæta hana. Þegar hlutir eru grannt skoðaðir kemur í ljós að þó að ræktunarstarf síðustu áratuga hafi þegar skilað mjög miklum árangri í mörgum lönd- um, þá eru samt á fáum sviðum jafn miklir möguleikar enn ónot- aðir. Mikilvægi öflugs skýrsluhalds hefur því í raun aldrei verið meira en nú. Eins og hér hefur verið rætt er slíkt grundvöllur ræktunar- starfsins. Traust skýrsluhald er einnig skilyrði fyrir góðan og traustan rekstur á nútíma kúabú- um. Gildi almennra leiðbeininga hefur við hinar breyttu aðstæður í framleiðslumálum minnkað veru- lega. í staðinn verður leiðbein- ingaþjónusta um rekstur að beinast að vandamálum á hverju einstöku búi. Til þess að þar sé markvisst unnið skiptir mestu máli að unnið sé með sem traustastar upplýsingar fyrir hvert bú. Þær upplýsingar eru fyrir hendi í skýrsluhaldi nautgriparæktarfé- laganna og við þær þarf síðan að bæta nýjum upplýsingum. Þetta eru þær leiðir sem farnar hafa verið víða erlendis á síðustu árum. Þar má vafalítið finna margar ganglegar hugmyndir til að skoða við aðstæður hér á landi. Rétt er að vekja athygli á því að við framkvæmd skýrsluhalds hér á landi hefur haft að leiðarljósi að kostnaður við það væri lítill. Vafa- lítið verður þetta sjónarmið einnig að vera verulega ráðandi á næstu árum. Óttar Geirsson. Óli Valur Hansson fyrrverandi garðyrkjuráðurnautur hefur ósk- að eftir að verða Ieystur frá starfi í útgáfustjórn Freys. Óli Valur hef- ur verið annar fulltrúa Búnaðarfé- lags íslands í útgáfustjórn blaðsins frá árinu 1975, en á árunum 1968- 1975 starfaði hann í ritstjórn þess. Óli Valur Hansson. í stað Óla Vals hefur stjórn Búnaðarfélags íslands tilnefnt Óttar Geirsson jarðræktarráðu- naut í útgáfunefnd Freys. Óla Val Hanssyni skulu hér færðar þakkir fyrir störf hans við Frey og Óttar Geirsson boðinn velkominn til starfa. Fiskeldi. Veiðimálastofnun veitir ráðgjöf í fiskeldi, fiskirækt og hafbeit. Boðið er upp á líffræðilegar úttektir og hag- kvæmisathuganir fyrir fyrirtæki, veiðifélög, sveitarfé- lög og einstaka bændur. Þeir sem áhuga hafa vin- samlega hafi samband við eftirfarandi aðila. 1. Valdimar Gunnarsson í Reykjavík 91-621811 2. Veiðimálastofnun — Vesturlandsdeild 93-7197 3. Veiðimálastofnun — Norðurlandsdeild 95-6599 4. Veiðimálastofnun — Austurlandsdeild 97-1675 5. Veiðimálastofnun — Suðurlandsdeild 99-2318 VEIÐIMALASTOFNUN Fiskrækt og fiskeldi • Rannsókmr og ráðgjóf. Freyr 227

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.